Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

152. fundur 11. mars 2019 kl. 10:00 - 11:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson ritari
  • Svana Ósk Rúnarsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Sorphirða í dreifbýli

Málsnúmer 1808218Vakta málsnúmer

Farið var yfir núverandi gjaldtöku vegna sorphirðu í dreifbýli og skoðaðar mögulegar útfærslur á breytingum.
Umhverfis- og samgöngunefnd mun standa fyrir íbúafundum vegna sorphirðu í dreifbýli í Varmahlíð, á Hofsósi og í Fljótum í marsmánuði. Á fundunum verður leitað álits íbúa á framtíðarskipulagi sorphirðu í dreifbýli.

Fundi slitið - kl. 11:00.