Fara í efni

Sorphirða í dreifbýli

Málsnúmer 1808218

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 143. fundur - 04.09.2018

Farið var yfir ýmsar hugmyndir á breytingum varðandi sorphirðu í dreifbýli í sveitarfélaginu.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 144. fundur - 17.09.2018

Farið var yfir sorphirðumál í dreifbýli.
Ómar Kjartansson frá Ó.K. Gámaþjónustu og Flokku ehf sat þennan lið fundar.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 146. fundur - 15.10.2018

Farið var yfir minnisblað frá sviðstjóra um sorphirðu í dreifbýli, áætlaðan kostnað við flokkun og sorphirðu á hverjum bæ og mögulegar gjaldskrárbreytingar samfara þeim breytingum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 151. fundur - 28.02.2019

Farið var yfir samantekt á kostnaði vegna sorphirðu árið 2018.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 152. fundur - 11.03.2019

Farið var yfir núverandi gjaldtöku vegna sorphirðu í dreifbýli og skoðaðar mögulegar útfærslur á breytingum.
Umhverfis- og samgöngunefnd mun standa fyrir íbúafundum vegna sorphirðu í dreifbýli í Varmahlíð, á Hofsósi og í Fljótum í marsmánuði. Á fundunum verður leitað álits íbúa á framtíðarskipulagi sorphirðu í dreifbýli.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 153. fundur - 01.04.2019

Ræddar voru tímasetningar fyrir opna íbúafundi um sorpmál í dreifbýli.
Sviðstjóra falið að auglýsa fundina.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 165. fundur - 13.01.2020

Rætt var almennt um sorphirðu í dreifbýli.
Ómar Kjartansson frá Flokku og Ó.K. Gámaþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 166. fundur - 17.02.2020

Undir þessum lið fundar sátu eftirtaldir fulltrúar frá búnaðarsambandi Skagafjarðar;
Guðrún Kristín Eiríksdóttir
Guðrún Lárusdóttir
Haraldur Þór Jóhannsson
Ástþór Örn Arnason
Davíð Logi Jónsson

Rætt var almennt um framtíðarskipulag á sorpmálum í dreifbýli og nauðsyn þess að kynna flokkun sorps með betri hætti.
Sviðstjóra er falið að taka saman upplýsingar um tilraunaverkefni í Hegranesi en ekki hefur verið tekið ákvörðun um breytingar á sorphirðu í Hegranesi.