Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

26. fundur 22. febrúar 2008 kl. 15:00 - 16:13 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Sauðárkrókshöfn - dýpkun

Málsnúmer 0803048Vakta málsnúmer

Sauðárkrókshöfn dýpkun 2007. Verkinu er lokið og gekk það vel. Búið er að dýptarmæla og hafa magntölur verið gerðar upp og samþykktar af bæði verkkaupa og verktaka ( Björgun). Samþykkt að var að greiða 6.500 m3 á svæði I. sem er magnaukning um 2.679 m3. Á svæði . II 20.283 m³ og svæði . III 10.710 m³ sem er óbreytt frá því sem magntöluskrá segir til um Heildarkostnaður vegna þessarar dýpkunar varð 21. 313.993 kr. Verksamningur hljóðaði upp á kr. 19.312.275.- Fyrir fundinum liggur verkfundargerð 3. verkfundar vegna verksins. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fundargerðina fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 16:13.