Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2009 - Umhverfis-og samgöngunefnd
Málsnúmer 0811014Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun 2009. Rætt um gerð fjárhagsáætlunar vegna fyrri umræðu um fjárhagsáætlun ársins 2009. Helga Gunnlaugsdóttir gerði grein fyrir helstu tölum í lið 11 Umhverfismál. Niðurstöðutala gjöld kr. 55.194.000.- Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs niðurstöðutölur tekjur kr. 52.373.000.-, gjöld kr. 61.002.000.- Niðurstöðutala halli kr. 8.629.000.- Jón Örn gerði grein fyrir liðum 08 Hreinlætismál, 10 Umhverfis- og samgöngumál og 53 Fráveitumál. Niðurstöðutölur liður 08 gjöld kr. 29.444.000.- liður 10 gjöld kr. 63.671.752.- og liður 53 tekjur kr. 42.824.000.- kr. .- Samþykkt að vísa þessum liðum til Byggðarráðs til afgreiðslu.
2.Skagafjarðarhafnir ? óveðurstjón
Málsnúmer 0811015Vakta málsnúmer
Skagafjarðarhafnir ? óveðurstjón. Lögð fram tjónmatsskýrsla Þorsteins Jóhannessonar hjá Verkfræðistofu Siglufjarðar sem unnin er fyrir Viðlagatryggingu vegna tjóns á Haganesvíkurhöfn. Tjónið er metið á kr. 27.010.895.- án vsk. Nefndin samþykkir niðurstöðutölu skýrslunar.
3.Umhverfismál ? Þórður Ingi Bjarnason umhverfisfulltrúi Hólastaðar
Málsnúmer 0811016Vakta málsnúmer
Umhverfisstarf á Hólum ? Bréf Þórðar Inga Bjarnasonar umhverfisfulltrúa dagsett 20.11.2008 varðandi grænfánaverkefnið og verkefnið Vistvernd í verki lagt fram. Óskar Þórður Ingi eftir samstarfi við Sveitarfélagið og kostnaðarþátttöku vegna þessara verkefna. Erindinu vísað til samstarfsnefndar Hóla og Sveitarfélagsins
Fundi slitið - kl. 11:00.