Fara í efni

Skagafjarðarhafnir ? óveðurstjón

Málsnúmer 0811015

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 34. fundur - 04.11.2008

Skagafjarðarhafnir ? óveðurstjón. Gunnar Steingrímsson og Jón Örn gerðu grein fyrir þeim skemmdum sem hafnarmannvirki Skagafjarðarhafna urðu fyrir í foráttubrimi nú þann 25. október sl. Í Sauðárkrókshöfn hafa orðið skemmdir á sandföngurum og rofnað hefur skarð í nyrðri sandfangarann. Í Hofsóshöfn slitnaði flotbryggja upp og lásar á henni slitnuðu. Grjótvörn framan við Vesturfarasetrið hefur orðið fyrir skemmdum. Í Haganesvík hvarf nyrsti hluti bryggjunnar í hafið og löndunarkraninn með. Sjóvörn í víkinni framan við gömlu verslunarhús Kaupfélagsins virðist hafa gengið til. Kristján Helgason frá Siglingastofnun er væntanlegur á morgun til að skoða skemmdir og meta þær. Skoða þarf með aðkomu Viðlagatryggingar.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 35. fundur - 11.11.2008

Skagafjarðarhafnir ? óveðurstjón. Jón Örn gerðu grein fyrir komu þeirra Kristjáns Helgasonar og Péturs Sveinbjörnssonar frá Siglingastofnun. Þeir komu og skoðuðu skemmdir sem hafnarmannvirki Skagafjarðarhafna urðu fyrir í foráttubrimi nú þann 25. október sl. og hafnarbótasjóður bætir. Þá er beðið eftir tilnefningu matsmanns frá Viðlagstryggingu vegna til skoðunar á tjóni á hafnarmannvirkjum í Haganesi..

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 36. fundur - 18.11.2008

Skagafjarðarhafnir ? óveðurstjón. Jón Örn gerði grein fyrir því að Þorsteinn Jóhannesson verkfræðingur skoðaði, á vegum Viðlagatryggingar, skemmdir á hafnarmannvirkjunum í Haganesvík. Þá lagði Jón Örn fram mælingar frá Stoð ehf Braga Þór Haraldssyni sem sýna skemmdir á sandföngurum í Sauðárkrókshöfn. Beðið er eftir tjónamati.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 237. fundur - 18.11.2008

Afgreiðsla 34. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 237. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 237. fundur - 18.11.2008

Afgreiðsla 35. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 237. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 238. fundur - 02.12.2008

Lagt fram á 238. fundi sveitarstjórnar 02.12.2008.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 37. fundur - 10.12.2008

Skagafjarðarhafnir ? óveðurstjón. Lögð fram tjónmatsskýrsla Þorsteins Jóhannessonar hjá Verkfræðistofu Siglufjarðar sem unnin er fyrir Viðlagatryggingu vegna tjóns á Haganesvíkurhöfn. Tjónið er metið á kr. 27.010.895.- án vsk. Nefndin samþykkir niðurstöðutölu skýrslunar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 239. fundur - 18.12.2008

Afgreiðsla 37. fundar umhverfis- og samgöngunefndar 10.12.08 staðfest á 239. fundi sveitarstj. 18.12.08 með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 39. fundur - 28.01.2009

Haganesvíkurhöfn. Jóni Erni falið að láta vinna tillögur að viðgerðum og endurbótum á Haganesvíkurhöfn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 242. fundur - 17.02.2009

Afgreiðsla 39. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 242. fundi sveitarstjórnar 17.02.09 með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 40. fundur - 25.02.2009

Lagt fram minnisblað frá Siglingastofnun um skemmdir sem urðu í Haganesvík, á Hofsósi og Sauðárkróki af völdum sjógangs þann 24 október 2008. Þar kemur fram skoðun Siglingastofnunarmanna að ekki sé nauðsyn að fara strax í að byggja sandfangara upp í fyrra horf. Hagkvæmast sé að viðgerð fari fram um leið og sandfangari verður lengdur. Lenging sandfangara er nú á áætlun 2010.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 243. fundur - 10.03.2009

Lagt fram á 243. fundi sveitarstjórnar 10.03.09.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 484. fundur - 09.07.2009

Lögð fram tjónaskýrsla Siglingastofnunar vegna tjóns er varð á hafnarmannvirkjum sveitarfélagsins í Haganesvík, Hofsósi og Sauðárkróki í óveðri dagana 23.-27. október 2008. Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti stöðu mála.