Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

61. fundur 01. október 2010 kl. 13:15 - 15:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Umhverfismál 2010 -

Málsnúmer 1005061Vakta málsnúmer

Rætt almennt um umhverfismál í sveitarfélaginu. Ákvörðun tekin um að fela garðyrkjustjóra og sviðstjóra að bjóða út hluta af þeim slætti sem garðyrkjudeildin hefur séð um. Garðyrkjustjóra falið að gera verkefnalista til að forgangsraða verkefnum í komandi vinnu við fjárhagsáætlun. Gera einnig mannafla- og tækjaáætlun. Helga Gunnlaugsdóttir sat fund nefndarinnar undir þessum lið.

2.Sorpflokkun - jarðgerð

Málsnúmer 1005065Vakta málsnúmer

Rætt um sorphirðu, tíma- og losunaráætlanir á heimilissorpi og losun á baggaplasti. Samþykkt að gera losunardagatal og auglýsa losunartíma og leiðbeinandi upplýsingar um flokkun.

Rætt um lífrænan úrgang og lausnir í þeim málum. Formanni og sviðsstóra falið að ræða við hagsmunaaðila um lausnir. Ómar Kjartansson sat fund nefndarinnar undir þessum lið.

3.Skagafjarðarhafnir - Sauðárkrókshöfn 2010

Málsnúmer 1006025Vakta málsnúmer

Rætt um smábátahöfnina á Sauðárkróki. Sviðsstjóra og Gunnari Steingrímssyni hafnarverði falið að skoða kostnað við flotbryggjur.

Fundi slitið - kl. 15:00.