Umhverfismál 2010 -
Málsnúmer 1005061
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 61. fundur - 01.10.2010
Rætt almennt um umhverfismál í sveitarfélaginu. Ákvörðun tekin um að fela garðyrkjustjóra og sviðstjóra að bjóða út hluta af þeim slætti sem garðyrkjudeildin hefur séð um. Garðyrkjustjóra falið að gera verkefnalista til að forgangsraða verkefnum í komandi vinnu við fjárhagsáætlun. Gera einnig mannafla- og tækjaáætlun. Helga Gunnlaugsdóttir sat fund nefndarinnar undir þessum lið.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 62. fundur - 10.11.2010
Í framhaldi af bókun nefndarinnar á 61 fundi 1. október sl þar sem sviðsstjóra var falið að bjóða út hluta af þeim slætti á opnum svæðum sem garðyrkjudeildin hefur haft umsjón með lagði hann fram útboðsgögn varðandi málið og kynnti þau. Samþykt að auglýsa eftir tilboðum í slátt á opnum svæðum í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010
Afgreiðsla 62. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 64. fundur - 10.12.2010
Ingvar Páll Ingvarsson og Helga Gunnlaugsdóttir kynntu niðurstöður frá opnun tilboða í slátt í Túna- og Hlíðarhverfi á Sauðárkróki sem opnuð voru í dag föstudaginn 10 desember kl 13,30. Þrjú tilboð bárust sem öll voru yfir kostnaðaáætlun tæknideildar. Afstaða til tilboða verður tekin að lokinni yfirferð þeirra.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010
Afgreiðsla 64. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 65. fundur - 17.02.2011
Föstudaginn 10 desember sl. voru opnuð tilboð í slátt opinna svæði í Túna- og Hlíðahverfi á Sauðárkróki. Þrjú tilboð bárust; frá Júlíusi Líndal Blönduósi, Vinnuvélum Símonar Skarphéðinssonar á Sauðárkróki og Jóhanni Rögnvaldssyni Hrauni. Öll tilboðin voru hærri en kostnaðaráætlun tæknideildar. Samþykkt að hafna öllum tilboðunum.
Umhverfismál ? sumarverkefni. Á fundinn kom Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri til viðræðna við nefndina. Farið yfir helstu verkefni sumarsins. Helga bendir á að mikil þörf er á að sveitarfélagið eigi kurlara til að kurla stígaefni.