Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

43. fundur 05. júní 2009 kl. 08:00 - 11:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Samgöngumál - héraðsvegir

Málsnúmer 0906008Vakta málsnúmer

Á fundinn kom Víglundur Rúnar Pétursson til viðræðna við nefndina. Rætt um helstu breytingar og nýmæli sem tóku gildi með nýjum vegalögum nr. 80/2007. Ekki eru lengur sérstakar fjárveitingar til héraðsvega, (áður safnvegir). Fjárhæð sem veitt er nú til þjónustu allra vega í umdæminu er ein upphæð sem útdeilt er í umdæmisskrifstofu Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Fjárhæðinni er skipt eftir umferðarþunga og lengd vega. Héraðsvegir eru þeir vegir sem áður voru safnvegir og tengivegir styttri en 10 km. Áformað er samhliða nýframkvæmd á Skagafjarðarvegi að leggja reiðleið með veginum frá Héraðsdalsvegi að Starrastöðum og frá Hafgrímsstöðum að Sölvanesvegi. Víglundur Rúnar upplýsir að Vegagerðin áformi að fella út af vegaskrá eftirtalda vegi: Haganesvíkurveg frá Siglufjarðarvegi við Ysta-Mó að Vík í Haganesvík, veginn austan Sléttuhlíðarvatns frá Siglufjarðarvegi að Hrauni norðanfrá, Bæjarveg frá Vogum að Bæ á Höfðaströnd og Deildardalsveg frá Stafnshóli að Skuggabjörgum. Umhverfis- og samgöngunefnd lýsir undrun sinni á því að svona ákvarðanir séu teknar án nokkurs samráðs við Sveitarfélagið eða landeigendur. Óskað er eftir að Vegagerðin hafi samráð við heimamenn við slíka ákvarðanatöku.

2.Skagafjarðarhafnir-Suðurgarður Sauðárkrókshöfn

Málsnúmer 0807034Vakta málsnúmer

Verkinu Sauðárkrókshöfn Suðurgarður er nú lokið. Lokaúttekt var gerð þann 18. maí sl. Viðstaddir lokaúttekt voru Kristján Helgason frá Siglingastofnun, Jón Árnason f.h. verktaka Víðimelsbræðra og Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisvið. Tilboðsupphæð í verkið samkvæmt verksamningi frá 17. júlí 2008 var kr. 94.550.570.-. Við lokauppgjör varð heildarsamningsupphæð án verðbóta kr. 94.355.975.- og niðurstöðutala með verðbótum kr. 106.161.867.- Verkið var innan ramma fjárhagsáætlunar.

3.Fráveitulögn - Suðurgarður

Málsnúmer 0906009Vakta málsnúmer

Þriðjudaginn 26. maí sl voru opnuð tilboð í lagningu fráveitulagnar frá Suðurgarði að Hesteyri. Eftirfarandi tilboð bárust: frá Vinnuvélum Símonar Skarphéðinssonar kr. 495.240.-, frá Steypustöð Skagafjarðar kr. 997.000.- og frá Víðimelsbræðrum kr. 1.000.000.- Kostnaðaráætlun var kr. 875.000.- Samið var við Vinnuvélar Símonar Skarphéðinssonar um verkið og er því lokið.

4.Fjárhagsáætlun 2009 - Umhverfis-og samgöngunefnd

Málsnúmer 0811014Vakta málsnúmer

Byggðarráð bókaði m.a. á síðasta fundi sínum eftirfarandi tilmæli til nefnda: "Byggðarráð samþykkir að vísa til allra sviðsstjóra og viðkomandi nefnda, fyrirliggjandi tillögum að hagræðingarkröfum sem fyrir fundinum liggja. Byggðarráð óskar eftir að fá til baka í síðasta lagi mánudaginn 15. júní nk., ítarlegar sundurliðanir á því hvernig skuli ná fram þeirri hagræðingu sem farið er fram á. Stefnt er að því að afgreiða endurskoðaða fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 á síðasta sveitarstjórnarfundi fyrir sumarfrí 30. júní 2009." Sviðsstjóra og formanni falið að skoða málið.

Fundi slitið - kl. 11:00.