Fara í efni

Skagafjarðarhafnir-Suðurgarður Sauðárkrókshöfn

Málsnúmer 0807034

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 31. fundur - 15.07.2008

Fimmtudaginn 26. júní 2008 voru tilboð opnuð í verkið Sauðárkrókshöfn, Suðurgarður samkvæmt útboðsgögnum gerðum af Siglingastofnun og Stoð ehf verkfræðistofu. Fimm tilboð bárust í verkið,frá Víðimelsbræðrum ehf.kr.94.550.570.- Steypustöð Skagafjarðar kr. 124.286.165.- KNH ehf kr. 127.727.700.- Klæðningu ehf kr. 141.000.000.- og Háfelli ehf kr. 231.507.700.- Kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 133.747.100.- Samþykkt er að taka tilboði Víðimelsbræðra ehf. og ganga til samninga við þá á grundvelli tilboðs þeirra.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 440. fundur - 17.07.2008

Afgreiðsla 31. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 440. fundi byggðarráðs 17.07. 2008.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 39. fundur - 28.01.2009

Sauðárkrókshöfn, Suðurgarður. Jón Örn gerði grein fyrir stöðu mála við framkvæmdir við Suðurgarð. Verkið er nú um það bil hálfnað.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 242. fundur - 17.02.2009

Lagt fram til kynningar á 242. fundi sveitarstjórnar 17.02.09.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 40. fundur - 25.02.2009

Jón Örn gerði grein fyrir stöðu mála varðandi framkvæmdir við Suðurgarð, sem ganga samkvæmt áætlun.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 243. fundur - 10.03.2009

Lagt fram á 243. fundi sveitarstjórnar 10.03.09.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 42. fundur - 15.05.2009

Byggingu Suðurgarðs við Sauðárkrókshöfn er nú samkvæmt útboðs og verklýsingu gerðri í júní 2008 lokið. Garðurinn er 350 m langur. Í garðinn fóru um 11.300 m3 af sprengdu grjóti, um 43.000 m3 af sprengdum kjarna. Lokaúttekt á verkinu verður nk. mánudag.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 247. fundur - 19.05.2009

Afgreiðsla 42. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram á 247. fundi sveitarstjórnar.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 43. fundur - 05.06.2009

Verkinu Sauðárkrókshöfn Suðurgarður er nú lokið. Lokaúttekt var gerð þann 18. maí sl. Viðstaddir lokaúttekt voru Kristján Helgason frá Siglingastofnun, Jón Árnason f.h. verktaka Víðimelsbræðra og Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisvið. Tilboðsupphæð í verkið samkvæmt verksamningi frá 17. júlí 2008 var kr. 94.550.570.-. Við lokauppgjör varð heildarsamningsupphæð án verðbóta kr. 94.355.975.- og niðurstöðutala með verðbótum kr. 106.161.867.- Verkið var innan ramma fjárhagsáætlunar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009

Afgreiðsla 43. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 248. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.