Umhverfis- og samgöngunefnd
Dagskrá
1.Athugasemdir við álagningu sorpurðunargjalds 2023
Málsnúmer 2302170Vakta málsnúmer
2.Hesteyri 1 & Vatneyri 1, ósk um heimild til breytingar á deiliskipulagi.
Málsnúmer 2302186Vakta málsnúmer
Óskar Garðarsson f.h. Dögunar ehf, Hesteyri 1 óskar eftir heimild til að vinna á eigin kostnað, og í samráði við sveitarfélagið, breytingu á gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 5. mgr. hafnarreglugerðar Skagafjarðarhafna nr. 1040, dags. 12. nóv. 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að veita Dögun ehf. heimild til að vinna að breytingu á gildandi deiliskipulagi hafnarinnar á grundvelli meðfylgjandi gagna enda greiði lóðarhafi að fullu kostnað sem hlýst af deiliskipulagsbreytingunni. Að öðru leiti vísar umhverfis- og samgöngunefnd erindinu til skipulagsnefndar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að veita Dögun ehf. heimild til að vinna að breytingu á gildandi deiliskipulagi hafnarinnar á grundvelli meðfylgjandi gagna enda greiði lóðarhafi að fullu kostnað sem hlýst af deiliskipulagsbreytingunni. Að öðru leiti vísar umhverfis- og samgöngunefnd erindinu til skipulagsnefndar.
3.Hesteyri 2, ósk um heimild til breytingar á deiliskipulagi
Málsnúmer 2302173Vakta málsnúmer
Þinglýstur lóðarhafi Hesteyrar 2 Sauðárkróki, L143445 óskar eftir heimild að vinna breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á eigin kostnað, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhugað er að stækka vélaverkstæði með viðbyggingu sem er að grunnfleti um 1070m².
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að veita lóðarhafa, Kaupfélagi Skagfirðinga, heimild til að vinna að breytingu á gildandi deiliskipulagi hafnarinnar á grundvelli meðfylgjandi gagna enda greiði lóðarhafi að fullu kostnað sem hlýst af deiliskipulagsbreytingunni. Að öðru leiti vísar umhverfis- og samgöngunefnd erindinu til skipulagsnefndar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að veita lóðarhafa, Kaupfélagi Skagfirðinga, heimild til að vinna að breytingu á gildandi deiliskipulagi hafnarinnar á grundvelli meðfylgjandi gagna enda greiði lóðarhafi að fullu kostnað sem hlýst af deiliskipulagsbreytingunni. Að öðru leiti vísar umhverfis- og samgöngunefnd erindinu til skipulagsnefndar.
4.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun 2023
Málsnúmer 2210104Vakta málsnúmer
Gjaldskrá 2023 fyrir sorpurðun og sorphirðu í Skagafirði, endurskoðun.
Rædd fyrirhuguð hækkun á gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun frá og með 1. apríl nk. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur ríka áherslu á að álagning gjalds sé sem næst raunkostnaði og að mikilvægt sé að fylgjast vel með þróun mála og endurskoða gjaldskrá eins og þörf krefur. Felur nefndin sviðsstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Rædd fyrirhuguð hækkun á gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun frá og með 1. apríl nk. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur ríka áherslu á að álagning gjalds sé sem næst raunkostnaði og að mikilvægt sé að fylgjast vel með þróun mála og endurskoða gjaldskrá eins og þörf krefur. Felur nefndin sviðsstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Fundi slitið - kl. 15:45.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar til 3. gr, í gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Skagafirði, nr. 1626/2022, en þar segir að kvörtunum vegna álagningar eða innheimtu skuli beina til veitu- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins. Nefndin felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að svara erindinu.