Fara í efni

Umhverfisnefnd

15. fundur 18. september 2003 kl. 16:00 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Ár 2003, fimmtudaginn 18. september kl. 16:00, kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.

Mætt voru:     
Ómar Unason, Viðar Einarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Helga Gunnlaugs­dóttir, garðyrkjustjóri og Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs.

Dagskrá: 

  1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar.
  2. Bréf frá Umhverfisstofnun: “Bryggjugerð í Drangey”.
  3. Bréf frá Valgeiri Kárasyni, er varðar friðlýsingu Drangeyjar.
  4. “Stuðningur við gerð vefs um náttúru Skagafjarðar”.
  5. Önnur mál.

Afgreiðslur: 

1. Hallgrímur fór yfir lið 08 í fjárhagsáætlun og Helga liði 11.02 og 11.41. Fram kom að þessir liðir væru innan áætlunar.

2. Kynnt var bréf frá Umhverfisstofnun er varðar bryggjugerð í Drangey þar sem fram kemur að stofnunin gerir ekki athugasemd við framkvæmdina.

3. Lagt var fram til kynningar bréf frá Valgeiri Kárasyni, formanni umhverfissamtaka Skagafjarðar og varaformanni í Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi.

4. Lagt fram til kynningar erindi sem beint var til nefndarinnar  frá Fræðslu- og menningarnefnd varðandi stuðning við gerð vefs um náttúru Skaga­fjarðar. Nefndin fagnar frumkvæði bréfritara og óskar eftir því að fá að fylgjast með framgangi verkefnisins.

5. Önnur mál. Engin.   

 
Fleira ekki gert, fundi slitið.

Viðar Einarsson ritaði fundargerð.