Umhverfisnefnd
Ár 2003, fimmtudaginn 18. september kl. 16:00, kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Ómar Unason, Viðar Einarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri og Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs.
Dagskrá:
- Endurskoðun fjárhagsáætlunar.
- Bréf frá Umhverfisstofnun: “Bryggjugerð í Drangey”.
- Bréf frá Valgeiri Kárasyni, er varðar friðlýsingu Drangeyjar.
- “Stuðningur við gerð vefs um náttúru Skagafjarðar”.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Hallgrímur fór yfir lið 08 í fjárhagsáætlun og Helga liði 11.02 og 11.41. Fram kom að þessir liðir væru innan áætlunar.
2. Kynnt var bréf frá Umhverfisstofnun er varðar bryggjugerð í Drangey þar sem fram kemur að stofnunin gerir ekki athugasemd við framkvæmdina.
3. Lagt var fram til kynningar bréf frá Valgeiri Kárasyni, formanni umhverfissamtaka Skagafjarðar og varaformanni í Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi.
4. Lagt fram til kynningar erindi sem beint var til nefndarinnar frá Fræðslu- og menningarnefnd varðandi stuðning við gerð vefs um náttúru Skagafjarðar. Nefndin fagnar frumkvæði bréfritara og óskar eftir því að fá að fylgjast með framgangi verkefnisins.
5. Önnur mál. Engin.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Viðar Einarsson ritaði fundargerð.