Umhverfisnefnd
Ár 2003, þriðjudaginn 4. nóvember kl. 16:00 kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Ómar Unason, Viðar Einarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri og Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs.
Dagskrá:
- Bréf frá Steini Kárasyni, umhverfishagfræðingi.
- Fundur Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarnefndar.
- Fjárhagsáætlun.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Lagt fram bréf frá Steini Kárasyni, dags. 21. október 2003, þar sem hann kannar áhuga Umhverfisnefndar á úttekt á magni og endurvinnslu brotajárns og annars úrgangs á bændabýlum í Skagafirði. Samþykkt að kanna hug Landbúnaðarráðuneytisins með aðkomu að verkefninu.
2. Samþykkt að senda fulltrúa á fundinn.
3. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir lið 08 og garðyrkjustjóri fyrir lið 11. Nefndin samþykkir að senda fjárhagsáætlun fyrir ofangreinda liði til Byggðaráðs.
4. Önnur mál. Engin.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Viðar Einarsson ritaði fundargerð.