Fara í efni

Umhverfisnefnd

20. fundur 04. maí 2004 kl. 15:00 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Ár 2004, þriðjudaginn 4. maí kl. 15:00 kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.

Mætt voru:     
Ómar Unason, Viðar Einarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri og Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs.

Dagskrá:

  1. Fegrunarátak – framhald vegna fundar 19. apríl sl.
  2. Önnur mál.

Afgreiðslur: 

1. Til fundarins komu Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri Landsmóts     UMFÍ 2004 og Bjarni Jónsson formaður Landsmótsnefndar UMFÍ  og ræddu um fyrirhugað fegrunarátak sem stendur fyrir dyrum í sveitarfélaginu. Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 27. apríl sl. að veita til verkefnisins kr.1.500.000. Ákveðið hefur verið að fegrunarátakið standi yfir frá 15. maí til mánaðarloka. Samþykkt var að sveitarfélagið auglýsi í samráði við landsmótsnefnd þar sem íbúar sveitarfélagsins verða hvattir til þess að snyrta til í sínu nánasta umhverfi.

2. Önnur mál. Engin.


Fleira ekki gert, fundi slitið.

Viðar Einarsson ritaði fundargerð.