Fara í efni

Umhverfisnefnd

21. fundur 29. júlí 2004 kl. 15:00 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Ár 2004, fimmtudaginn 29. júlí 15:00 kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.

Mætt voru:     
Ómar Unason, Viðar Einarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri og Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs.

Dagskrá: 

1. Friðlýsing Austara Eylendisins.

2. Önnur mál.

Afgreiðslur: 

1. Formaður fór yfir mál varðandi fund í Hegranesi um friðlýsingu Austara Eylendisins sem halda á þriðjudaginn 3. ágúst n.k. En þar munu fulltrúar frá Umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun koma og gera grein fyrir fyrirhugaðri friðlýsingu en landeigendur sem land eiga að svæðinu hafa verið boðaðir til fundarins.

2. Önnur mál. Engin.


Fleira ekki gert, fundi slitið.

Viðar Einarsson ritaði fundargerð.