Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 84 - 08.01.01
Fundur 84 - 08.01.01
Ár 2001, mánudaginn 8. janúar kl.15,00 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru:
Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson
Jóhann Svavarsson, Óskar S. Óskarsson, Hallgrímur Ingólfsson, Jón Örn Berndsen
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2001
2. Önnur mál
Afgreiðslur:
- Rætt um gerð fjárhagsáætlunar og tillögur vegna hennar. Til umræðu eru liðir07 Brunavarnir og brunamál, 08 Hreinlætismál, 09 Byggingar- og skipulagsmál, 10 Götur, holræsi og umferðarmál, 11 Almenningsgarðar og útivist, 18 Áhaldahús, 19 Vélasjóður. Auk þess tilllögur að gjald- og eignfærðri fjárfestingu vegna ársins 2001. Fjárhagsáætlun samþykkt og vísað til byggðarráðs.
Jóhann Svavarsson leggur til að liður 11-21 Staðardagskrá 21 hækki úr kr. 500.000.- í kr. 2.000.000.- og að inn verði settur nýr liður til kaupa á vatnshæðarmæli sem settur verði niður við Miklavatn. Jóhann áætlar kostnað vegna þessa kr. 300.000.-. Tillögum Jóhanns einnig vísað til byggðarráðs. - Önnur mál. - engin.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1710.
Jón Örn Berndsen, ritari