Umhverfis- og tækninefnd
Fundur 91 - 21.03.2001
Ár 2001, miðvikudaginn 21. mars kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Helgi Thorarensen, Óskar S. Óskarsson, Jón Örn Berndsen, og Sigurður Ingvarsson.
Dagskrá:
1. Varmahlíð - Aðalskipulagsbreyting
2. Áhaldahús Skagafjarðar, Hofsósi - útlitsbreyting - Hallgrímur Ingólfsson
3. Keldudalur í Hegranesi - Breytingar á íbúðarhúsi - Leifur Þórarinsson
4. Hólaskóli - Breyting á fjárhúsum í hesthús - Skúli Skúlason skólameistari
5. Ævintýraferðir Hestasport - umsókn um stöðuleyfi fyrir gám og svefnskála.
6. Aðalgata 10b - Umsókn um leyfi til að breyta útliti og notkun - áður á dagskrá
15. nóvember 2000
7. Umsókn um viðurkenningu sem blikksmíðameistari - Friðbjörn Arnar Steinsson
blikkmíðameistari
8. Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Aðalskipulagsbreyting í Varmahlíð. Fyrir liggur tillaga að breyttri landnotkun á hluta af landi Víðimels sem liggur innan aðalskipulags Varmahlíðar. Breytingartillagan gerir ráð fyrir breytingu á landnotkun úr opnu svæði í frístundabyggð. Einnig er breyting á einni lóð sem verður þjónustulóð í stað iðnaðarlóðar áður. Þá er breyting á vegi um iðnaðarsvæðið austan Skagafjarðarvegar, (vegur nr. 752). Tillagan er samþykkt.
Þá var lögð fyrir tillaga Sveins Árnasonar á Víðimel varðandi deiliskipulagningu svæðisins. Nefndin gerir ekki athugasemdir við framangreinda deilskipulagstillögu og heimilar frekari úrvinnslu á henni.
2. Áhaldahús Skagafjarðar, Hofsósi - útlitsbreyting Hallgrímur Ingólfsson fh. Sveitarfélagsins sækir um leyfi til að setja gönguhurð og glugga á austurgafl hússins. Framlögð teikning gerð af tæknideild - Hallgrími Ingólfssyni, dagsett 15. mars 2001. Erindið samþykkt
3. Keldudalur í Hegranesi - Breytingar á íbúðarhúsi - Leifur Þórarinsson sækir um leyfi til að byggja við íbúðarhús sitt í Keldudal og breyta þaki. Framlögð teikning gerð á Stoð ehf., dagsett í febrúar 2001. Erindið samþykkt
4. Hólaskóli - Breyting á tilraunafjárhúsum í hesthús - Skúli Skúlason fh. Hólaskóla sækir um leyfi til að breyta útliti og starfsemi í tilraunafjárhúsunum á Hólum. Þar er fyrirhugað að vera með starfsemi tengda hestamennsku og hrossarækt, ss. kennslu og rannsóknir. Framlagðir uppdrættir gerðir af Magnúsi Ólafssyni arkitekt á Akranesi, dagsettir 1. des. 2000. Erindið samþykkt
5. Ævintýraferðir Hestasport sækja um um stöðuleyfi fyrir gám og svefnskála, Moelven íbúðareiningar, á lóð fyrirtækisins við Skagafjarðarveg í Varmahlíð. Meðfylgjandi eru uppdrættir að húsunum og afstöðumynd gerð af Stoð ehf. Stöðuleyfi til eins ár samþykkt.
6. Rauði Kross Íslands sækir um leyfi fyrir breyttri starfsemi í húsinu Aðalgata 10 og einnig um leyfi til að breyta gluggum að Aðalgötunni. Erindið var áður á dagskrá 15. nóv. sl. Nú hafa borist uppdrættir er sýna breytingarnar, gerðir af Svavari Jósefssyni, dagsettir 28. febrúar 2001. Erindið samþykkt.
7. Umsókn um viðurkenningu sem blikksmíðameistari - Friðbjörn Arnar Steinsson, kt. 261255-4809, blikksmíðameistari sækir um viðurkenningu sem blikksmíðameistari í umdæmi byggingarfulltrúa Skagafjarðar. Meðfylgjandi umsókn er meistarabréf umsækjanda. Erindið samþykkt.
8. Önnur mál.
- Bréf Fasteignamats ríkisins, dagsett 16. mars 2001, varðandi fasteignaskráningu og ný lög um skráningu fasteigna lagt fram.
- Sigrún Alda gerði grein fyrir ráðstefnu Skógræktarfélagsins og Landverndar um skógrækt og landvernd. Fundinn sóttu Sigrún Alda, Jóhann Svavarsson og Helga Gunnlaugsdóttir.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1354
Ritari: Jón Örn Berndsen