Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

112. fundur 21. nóvember 2001 kl. 13:00 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 112 - 21.11.2001

Ár 2001, miðvikudaginn 21. nóvember kl.1300 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
  
         Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Óskar S. Óskarsson, Sigurður H. Ingvarsson, og Jón Örn Berndsen.
Dagskrá:
                     1.      Aðalskipulag Skagafjarðar.
                 2.      Önnur mál.

Afgreiðslur:

  1. Aðalskipulag Skagafjarðar. Á fundinn komu Árni Ragnarsson, skipulagsarkitekt og Ragnar Páll Árnason frá Lendisskipulagi. Stefán Guðmundsson setti fund, bauð velkomna fundarmenn og lýsti dagskrá. Á fundinum var í upphafi farið yfir stöðuna eins og hún er nú í vinnu við gerð Aðalskipulags fyrir Skagafjörð, upplýsingaöflun og þá markmiðssetningu, sem til grundvallar liggur. Þá lögðu ráðgjafar fram fyrstu vinnutillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar og skýrðu hana. Í framhaldi af því var farið yfir vinnuáætlun fyrir framhaldið.
  1. Önnur mál

                                                            Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1610
Jón Örn Berndsen