Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 41 – 01.09.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 1. sept. kl. 1400 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Gísli Gunnarsson, Örn Þórarinsson, Óskar S. Óskarsson, Jón Örn Berndsen og Jóhann Svavarsson.
DAGSKRÁ:
- Akurhlíð 1, Sauðárkróki.
- Freyjugata 11, Sauðárkróki - bréf.
- Freyjugata 50, Sauðárkróki.
- Hólavegur 3, Sauðárkróki - umsókn um leyfi til að klæða utan húsið.
- Bréf þjónustufulltrúa Elínar Sigurðardóttur varðandi ruslagáma.
- Bréf Vesturfarasafnsins varðandi lóðir í Hofsósi.
- Lindargata 3 - Hótel Tindastóll.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Formaður greindi frá bréfum Einars Sigtryggssonar varðandi Akurhlíð 1 á Sauðárkróki og tillögum Einars varðandi breytingar á götunni framan við Akurhlíð 1 og viðbyggingu norðan við húsið. Jón Örn upplýsti að verið sé að vinna skipulag að svæðinu við Akurhlíð 1. Eftir miklar umræður í nefndinni var eftirfarandi bókun samþykkt. Vegna bréfaskrifta og umræðna Einars Sigtryggssonar f.h. eigenda verslunarinnar við Akurhlíð 1, vill Umhverfis- og tækninefnd taka fram.
Þann 25. nóvember 1998 barst nefndinni bréf undirritað af Einari Sigtryggssyni þar sem kynntar voru hugmyndir að breyttri aðkomu að versluninni Hlíðarkaup og varða breytingar á gildandi skipulagi frá 1980. Í því skipulagi er m.a. gert ráð fyrir 34 bílastæðum sunnan verslunar auk 12 bílastæða starfsfólks norðan verslunarinnar.
Umhverfis- og tækninefnd hefur látið vinna afstöðumynd af svæðinu og samið um skipulagsvinnu á umræddu svæði.
Ljóst er að þau áform, sem kynnt hafa verið munu kosta sveitarfélagið margar milljónir ef af þeim verður.
Málið mun að sjálfsögðu fá afgreiðslu Umhverfis- og tækninefndar þegar þær upplýsingar sem um hefur verið beðið liggja fyrir.
Ekkert er óeðlilegt við framgang málsins í meðferð nefndarinnar og allar dylgjur og ásakanir bréfritara á starfsmenn sveitarfélagsins eru ósannar og ómaklegar.
2. Freyjugata 11 - Formaður las upp bréf frá eigendum Svavari Helgasyni og Hafdísi Ólafsdóttur þar sem þau setja fram spurningar og óskir til sveitarfélagsins. Afgreiðslu frestað.
3. Bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni þar sem sótt er um leyfi til að reisa skjólvegg á lóðarmörkum Freyjugötu 50 og Skagfirðingabrautar 29. Samþykkt að byggingafulltrúi ræði við Olíufélagið Skeljung um málið.
4. Klæðning á húsinu. Samþykkt.
5. Bréf frá Elínu Sigurðardóttur varðandi viðbótar ruslagám við Breiðagerði eða framar í sveitinni (áður Lýtingsstaðahreppi). Málinu vísað til tæknideildar en nefndin jákvæð fyrir að settur verði annar gámur á þessu svæði. Nefndin sammála um að æskilegt sé að gerð verði teikning að frágangi á sorpgámasvæðum í héraðinu.
6. Bréf dags. 25. júlí 1999, þar sem sótt er um þrjár lóðir á Hofsósi. Áður á dagskrá 4. ágúst. Eftir umræður var eftirfarandi bókun samþykkt.
Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að gefa Valgeiri Þorvaldssyni fyrir hönd Vesturfarasetursins á Hofsósi vilyrði fyrir lóðarúthlutun (þar sem húsnæði Árvers er í dag) gegn þeim skilmálum sem settir verða og því skipulagi sem nú er í vinnslu.
7. Bréf frá Pétri Einarssyni varðandi Hótel Tindastól. Í bréfinu er spurt hvenær megi vænta endanlegrar afgreiðslu nefndarinnar vegna endurbyggingar hússins. Samþykkt byggingarleyfi fyrir Lindargötu 3 samkvæmt teikningum Páls Björgvinssonar arkitekts dags. 25. ágúst 1999.
8.1. Ósk um vínveitingaleyfi frá Fjallakránni Vatnsleysu.
8.2. Ósk um vínveitingaleyfi frá Kaffi Krók á Sauðárkróki.
Nefndin samþykkir bæði erindin fyrir sitt leiti.
Stefán Guðmundsson sat hjá við erindi Kaffi Króks.
8.3. Formaður las upp bréf frá Þórarni Sólmundarsyni þar sem sótt er um styrk úr Skógræktarsjóði Skagafjarðarsýslu. Málinu vísað til stjórnar Skógræktarsjóðs Skagfirðinga.
Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 1648.
Stefán Guðmundsson Jón Örn Berndsen
Sigrún Alda Sighvats
Gísli Gunnarsson
Jóhann Svavarsson
Örn Þórarinsson