Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 46 – 19.10.1999
Ár 1999, þriðjudaginn 19. október kl. 900 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Páll Sighvatsson, Árni Egilsson, Jóhann Svavarsson, Óskar S. Óskarsson og Jón Örn Berndsen.
DAGSKRÁ:
- Hofsós - deiliskipulag.
- Þrastarlundur í Sléttuhlíð, mál nr. 7 frá fundi 13. okt. 1999.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Hofsós - deiliskipulag fyrir Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann á Hofsósi. Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt mætti á fundinn og gerði nánari grein fyrir deiliskipulagstillögunni, tillögu 3 - Fyrir fundinum lá bæjar og húsakönnun og greinargerð með deiliskipulagstillögunni. - Miklar umræður urðu um tillöguna og málahaldið í framhaldinu - Byggingarskilmálar ræddir. Nefndin lýsir ánægju sinni með þá vinnu sem fyrir liggur hjá Arkitekt Árna.
Árni Ragnarsson vék nú af fundi.
2. Þrastarlundur í Sléttuhlíð - áður á dagskrá síðasta fundar - erindi Reynis Gíslasonar samþykkt.
3. Önnur mál - engin.
Fleira ekki gert fundi slitið kl. 1104.
Sigrún Alda Sighvats Jón Örn Berndsen
Árni Egilsson Óskar S. Óskarsson
Páll Sighvatsson
Örn Þórarinsson
Jóhann Svavarsson