Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 52 – 10.11.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 10. nóvember kl. 1400 var umhverfis- og tækninefnd saman komin til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Jóhann Svavarsson, Örn Þórarinsson, Ingvar Gýgjar Jónsson, Hallgrímur Ingólfsson, Óskar Óskarsson.
DAGSKRÁ:
- Þrasastaðir í Fljótum.
- Hamraborg í Hegranesi.
- Borgargerði í Borgarsveit.
- Snjómokstur.
- Trjágróður á lóðum.
- Staða framkvæmda.
- Sorpurðunarmál.
- Fráveitumál.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Þrasastaðir - fullnægjandi teikningar af hlöðu og fjárhúsum gerðar af Tækniþjónustunni sf. í Reykjavík liggja nú fyrir. Erindið samþykkt.
2. Hamraborg í landi Hellulands. Umsókn um að byggja bílgeymslu samkv. teikningum Mikaels Jóhannssonar. Teikning samþykkt af eldvarnareftirliti. Erindið samþykkt.
3. Borgargerði - umsókn frá Þorgeiri Árna Sigurðssyni um að flytja íbúðarhús frá Syðri-Hofdölum á lóð sem hann hefur á leigu í landi Borgargerðis. Þar sem afstöðumynd af lóð og byggingarreit liggur ekki fyrir er erindinu frestað.
4. Snjómokstur - Hallgrímur kynnti tillögu að snjómokstri á vegum í sveitarfélaginu næsta vetur. Einnig gerði hann tillögu um hverjir verði fulltrúar sveitarfélagsins varðandi snjómokstur (panti mokstur). Tillaga Hallgríms samþykkt en sveitarstjóra er falið að ræða við þá fulltrúa er breytingar ná til. Ennfremur lagði Hallgrímur fram tillögu um snjómokstur ásamt tímasetningu á götum og gönguleiðum á Sauðárkróki. Tillagan samþykkt eftir talsverðar umræður.
5. Hallgrímur kynnti bækling sem Samgus hyggst gefa út um gróður á lóðum. Í bæklingnum koma m.a. fram þær reglur sem í gildi eru varðandi trjágróður á lóðum með tilliti til nýrrar byggingarreglugerðar frá 1. júlí 1998. Nefndin samþykkir að kaupa talsvert af bæklingnum og dreifa honum í öll hús á Sauðárkróki, einnig mun hann liggja frammi hjá þjónustufulltrúum.
6. Hallgrímur gerði grein fyrir stöðu framkvæmda með tilliti til fjárhagsáætlunar.
7. Hallgrímur greindi frá að fljótlega vanti nýjan stað fyrir sorpurðun. Nú standa yfir samningar um urðun í landi Skarðs. Það svæði gæti enst í rúmt ár. Hann greindi frá hugmyndum sínum varðandi frambúðar urðunarsvæði og þá vinnu sem þarf að gera áður en endanleg ákvörðun verður tekin.
8. Frestað.
9. Jóhann nefndi að þörf væri að athuga vatnasvæði Héraðsvatna með tilliti til hækkandi vatnsstöðu Miklavatns og á Borgarmýrum.
Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 1635.
Sigrún Alda Sighvats Óskar S. Óskarsson
Árni Egilsson Hallgrímur Ingólfsson
Jóhann Svavarsson Ingvar Gýgjar Jónsson
Örn Þórarinsson
Stefán Guðmundsson