Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

53. fundur 24. nóvember 1999 kl. 14:00 - 16:29 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 53 – 24.11.1999

 

            Ár 1999, miðvikudaginn 24. nóvember kl. 1400 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru:  Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Páll Sighvatsson, Árni Egilsson, Jóhann Svavarsson, Árni Ragnarsson, Hallgrímur Ingólfsson, Jón Örn Berndsen og Ingvar G. Jónsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Skipulagsmál - áherslumál 2000.
  2. Frumdrög að fjárhagsáætlun 2000.
  3. Merki fyrir Brunavarnir Skagafjarðar - Óskar S. Óskarsson.
  4. Gatnagerð á Sauðárhæðum, vestan sjúkrahúss - tilboð.
  5. Reiðvegir - Grófargilsrétt og gegn um Varmahlíð - samningar.
  6. Grunnskólinn Hólum - fráveitumál.
  7. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Skipulagsmál - Jón Örn lagði fram vinnublað þar sem fram koma þau mál sem eru næstu áherslumál í skipulagi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.  Jón Örn og Árni Ragnarsson gerðu grein fyrir stöðu málsins, sínum viðhorfum og því hvað er þvingað að gera samkvæmt lögum.  Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að sú vinnuáætlun sem fyrir liggur verði lögð fram við gerð fjárhagsáætlunar.  Árni Ragnarsson vék nú af fundi.

 

2. Frumdrög að fjárhagsáætlun - Jón Örn, Hallgrímur og Óskar lögðu fram frumdrög vegna gerða fjárhagsáætlunar árið 2000 og gerðu grein fyrir þeim.

 

3. Merki Brunavarna Skagafjarðar - Óskar S. Óskarsson gerði grein fyrir tillögum sem hann hefur gert að nýju merki fyrir Brunavarnir Skagafjarðar - Frestað til næsta fundar.

 

4. Gatnagerð á Sauðárhæðum - Niðurstaða tilboða - Hallgrímur Ingólfsson gerði grein fyrir málinu - Tilboð í verkið voru opnuð 12. nóv. 1999 - Niðurstaðan var eftirfarandi: 

Nöfn bjóðenda:                    Tilboðsupphæð:        Hlutfall:

Norðurtak ehf. og

Guðlaugur Einarsson             kr. 10.386.100            70,7%

Steypustöð Skagafjarðar ehf. kr. 14.149.535            96,3%

Fjörður sf.                              kr. 12.207.750            83,0%

G. Hjálmarsson                      kr. 14.500.000            98,6%

Króksverk hf.                        kr. 12.794.187            87,0%

Friðrik Jónsson ehf.               kr. 14.210.720            96,7%

Kostnaðaráætlun Stoð ehf.    kr. 14.700.000            100%

Hallgrímur leggur til að lægsta tilboði verði tekið - Samþykkt.

 

5. Reiðvegir - Grófargilsrétt og gegn um Varmahlíð.  Hallgrímur gerði grein fyrir málinu.  Gerðir hafa verið samningar við hlutaðeigandi landeigendur.  Reiðvegagerðin er í samráði við Vegagerðina og samkvæmt óskum fulltrúa hestamannafélaganna í Skagafirði.  Umhverfis- og tækninefnd samþykkir málið fyrir sitt leyti.

 

6. Grunnskólinn á Hólum - fráveitumál.  Vandamál er með lykt úr rotþró við skólann.  Hallgrímur gerði grein fyrir málum og hugsanlegum tillögum til úrbóta.

 

7. Önnur mál - engin.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1629.

 

Sigrún Alda Sighvats                                                Jón Örn Berndsen

Örn Þórarinsson                                                         Óskar S. Óskarsson

Páll Sighvatsson                                                        Ingvar Gýgjar Jónsson

Jóhann Svavarsson                                                    Hallgrímur Ingólfsson

Árni Egilsson