Umhverfis- og tækninefnd
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 58 – 26.01.2000
Ár 2000, miðvikudaginn 26. janúar kl. 1400 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Jóhann Svavarsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jón Örn Berndsen, Hallgrímur Ingólfsson, Óskar Óskarsson, Árni Ragnarsson og Ingvar Gýgjar Jónsson.
DAGSKRÁ:
- Íbúðarsvæði aldraðra Sauðárhæðum - byggingarskilmálar.
- Umsókn um lóðir á íbúðarsvæði aldraðra á Sauðárhæðum - Þórður Eyjólfsson og Kári Þorsteinsson f.h. Skagafjarðardeildar búmanna.
- Bréf Innex ehf. - Tryggva Sveinbjörnssonar varðandi sumarhúsalóðir.
- Suðurbraut á Hofsósi - lóð um Prestbakka.
- Umsókn um byggingarleyfi fyrir aðveitustöð í landi Laufhóls - Rarik - Garðar Briem.
- Flæðigerði 10, Sauðárkróki - Umsókn um leyfi til útlitsbreytinga - Hallgrímur Ingólfsson og Ingi Ástvaldsson.
- Aðalgata 23 - friðun - bréf Húsfriðunarnefndar.
- Skíðasvæðið í Tindastóli.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Farið yfir byggingarskilmála fyrir íbúðasvæði aldraðra á Sauðárhæðum. Byggingarskilmálarnir samþykktir að loknum miklum umræðum. Skilmálarnir dags. 26.01.2000.
2. Umsókn Skagafjarðardeildar Búmanna sem sækja um fjögur parhús og eitt raðhús á byggingarsvæði fyrir aldraða á Sauðárhæðum. Samþykkt að úthluta félaginu lóðum nr. 1., 3., 7., 9., og 11 austan við efri götuna á þessu svæði.
3. Bréf Innex ehf. dags. 20. janúar 2000, þar sem spurt er um möguleika þess að fyrirtækið fái svæði í landi sveitarfélagsins fyrir ofan Varmahlíð til þess að byggja 20 heilsárs orlofshús fyrir ferðafólk. Samþykkt að fela byggingarfulltrúa og sveitarstjóra að ræða við fulltrúa Innex ehf. um málið.
Nú vék Árni Ragnarsson af fundi.
4. Byggingarfulltrúi upplýsti að verið sé að selja prestbústaðinn á Hofsósi og jafnhliða þurfi að fylgja lóð húsinu. Samþykkt að byggingarfulltrúar annist málið.
5. Erindi Rarik dags. 21.01.2000, þar sem sótt er um húsbyggingu fyrir aðveitustöð í landi Laufhóls. Einnig er gert ráð fyrir steyptri spennisþró og girðingu umhverfis. Teikning Rarik, Garðar Briem dags. 1.12.1999. Erindið samþykkt.
6. Flæðigerði 10 - sótt er um að breyti útliti á norðurhlið hesthúss, stækka dyr og setja glugga. Meðfylgjandi er teikning upphaflega gerð 1976 og breyting í janúar árið 2000. Erindið samþykkt. Hallgrímur vék af fundi við þennan dagskrárlið.
7.Bréf frá Húsfriðunarnefnd dags. 7. jan. 2000. Efni bréfsins er eftirfarandi: Hér með tilkynnist yður að Menntamálaráðherra hefur ákveðið að tillögu Húsfriðunarnefndar ríkisins að friða húsið Aðalgötu 23 "Villa Nova" sbr. meðfylgjandi friðunarskjali. Jafnhliða bréfi Húsfriðunarnefndar fylgdi bréf menntamálaráðherra frá 15. des. 1999.
8. Bréf Skíðadeildar Tindastóls frá 24. jan. 2000 undirritað af Gunnari B. Rögnvaldssyni. Þar er vitnað til fundar umhverfis- og tækninefndar frá 29. sept. þar sem samþykkt var stöðuleyfi fyrir bogaskemmu á skíðasvæði Tindastóls. Nú er óskað eftir að fá að breyta staðsetningu á skemmunni og færa hana á þann byggingarreit sem upphaflega var fyrirhugaður. Meðfylgjandi er afstöðumynd gerð af Stoð ehf. dags. 17.01.2000. Erindið samþykkt. Sigrún Alda óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.
9. Önnur mál. Engin.
Fleira ekki fyrir tekið fundi slitið kl. 1652.
Stefán Guðmundsson Óskar S. Óskarsson
Sigrún Alda Sighvats Jón Örn Berndsen
Árni Egilsson Hallgrímur Ingólfsson
Jóhann Svavarsson Ingvar Gýgjar Jónsson
Örn Þórarinsson