Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

81. fundur 29. nóvember 2000 kl. 13:00 - 15:10 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar

Fundur 81

 

Ár 2000, miðvikudaginn 29. nóvember kl.13 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

           

Mætt voru:

            Stefán Guðmundsson

            Gísli Gunnarsson

            Árni Egilsson

            Örn Þórarinsson

            Jóhann Svavarsson

            Hallgrímur Ingólfsson

            Jón Örn Berndsen

           

Dagskrá:

  1. Frá byggðarráði 25.10. sl. - "Ólafsvíkuryfirlýsingin" áður á dagskrá 15. nóvember sl.
  2. Drög að matsáætlun v. jarðgangna  á Tröllaskaga, áður á dagskrá 25.10. sl. og 15. nóvember sl.
  3. Matsáætlun vegna sorpurðunarsvæðis - Umræður
  4. Bréf Sveins Árnasonar, Víðimel, dagsett 20.11.2000 varðandi skipulag sumarhúsalands í Varmahlíð
  5. Bréf Magnúsar Sigmundssonar dagsett 13.11.2000
  6. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

1. Bréf frá Sambandi Ísl. sveitarfélaga, Stefáni Gíslasyni verkefnisstjóra Staðardag­skrár 21 á Íslandi, dagsett 16. október sl, varðandi Ólafsvíkuryfirlýsinguna lagt fram. Bréfinu var vísað til nefndarinnar frá Byggðarráði og var einnig á dagskrá síðasta fundar. Samþykkt að fresta afgreiðslu á Ólafsvíkuryfirlýsingunni. Jóhann greiðir atkvæði gegn frestun.


2. Jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar - Drög að matsáætlun - Borist hafa drög að matsáætlun vegna jarðgangna og vegagerðar á norðanverðum Tröllaskaga. Vegagerðin, sem framkvæmdaraðili, hefur samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum gert  þessa tilllögu að matsáætlun. Í tillögunni koma m.a. fram upplýsingar um mögulegar framkvæmdir, stutt lýsing á framkvæmdasvæðinu, afmörkun líklegs áhrifasvæðis og upptalning á rannsóknum. Óskað er eftir að ábendingar og athugasemdir verði sendar Stefáni G. Thors hjá VSÓ ráðgjöf. Málið ítarlega rætt og áður á dagskrá nefndarinnar á síðustu tveim fundum. Nefndin telur að sérstaka áherslu þurfi að leggja á samfélagslega- og byggðarlega þróun á Norðurlandi vestra við gerð umhverfismatsins.


3. Matsáætlun vegna sorpurðunarsvæðis. Hallgrímur lagði fram á fundi nefndarinnar þann 25. október sl. skýrslu, sorpurðunarstaður fyrir Skagafjörð, mat á umhverfisáhrifum. Umfjöllun um skýrsluna frestað. Þá er hér lögð fram tillaga vegna deiliskipulags sorpurðunarsvæðisins unnin af Lendis, fyrir sveitarfélagið. Samþykkt að fela byggingarfulltrúa að fullvinna tillöguna.

 

4. Bréf Sveins Árnasonar, Víðimel, dags. 20.11.2000 lagt fram. Þar er þess óskað að Sveitarfélagið endurskoði Aðalskipulag Varmahlíðar 1995-2015 þar sem það nær inn á land hans austan þjóðvegar nr. 1 og austan Skagafjarðarvegar. Einungis hluti þessa lands er í Aðalskipulaginu skilgreindur sem land undir orlofs- og sumarhúsa­byggð. Sveinn óskar eftir að allt þetta land verði skilgreint sem slíkt. Samþykkt að verða við erindinu.


5. Bréf Magnúsar Sigmundssonar dagsett 13.11.2000 lagt fram. Þar er óskað eftir stöðuleyfi fyrir 40 feta gám og Móel íbúðareiningar við aðstöðuhús Hestasports og Ævintýraferða við Skagafjarðarveg í Varmahlíð. Einnig óskað eftir að gera léttan skjólvegg milli húss og gáms eins og fram kemur á meðfylgjandi rissi, sem fylgir erindinu. Byggingarfulltrúa falið að afla nánari upplýsinga.


6. Önnur mál.
a) Í gær barst frá umhverfisnefnd Alþingis, frumvarp til laga um breytingu á skipulags og byggingarlögum nr. 73/1997, með síðari breytingum. Umsagnar er óskað eigi síðar en 11. desember nk. Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1510