Veitunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Mælavæðing þéttbýliskjarna í Skagafirði - hitaveita
Málsnúmer 1312141Vakta málsnúmer
Atli Gunnar Arnórsson, frá Verfræðistofunni Stoð, kynnti drög að útboðslýsingu vegna útboðs á mælaleigu.
Í útboði er gert ráð fyrir leigu á rúmlega 1.600 mælum til að mæla notkun á heitu vatni. Uppsetningu mæla er skipt í 4 áfanga og er gert ráð fyrir að uppsetning mæla klárist árið 2017.
Nefndin samþykkir að láta útboðið fara fram á grundvelli fyrirliggjandi útboðslýsingar.
Í útboði er gert ráð fyrir leigu á rúmlega 1.600 mælum til að mæla notkun á heitu vatni. Uppsetningu mæla er skipt í 4 áfanga og er gert ráð fyrir að uppsetning mæla klárist árið 2017.
Nefndin samþykkir að láta útboðið fara fram á grundvelli fyrirliggjandi útboðslýsingar.
2.Hofsstaðapláss hitaveita - nýframkvæmd 2014.
Málsnúmer 1401333Vakta málsnúmer
Kynnt var staða mála vegna hitaveitulagnar í Hofsstaðapláss.
Framkvæmdin er á fjárhagsáætlun 2014 og stefnt er að því að hefja framkvæmdir snemma í vor.
Gengið verður til samninga við Steypustöðina og Set á grundvelli fyrirliggjandi tilboða.
Framkvæmdin er á fjárhagsáætlun 2014 og stefnt er að því að hefja framkvæmdir snemma í vor.
Gengið verður til samninga við Steypustöðina og Set á grundvelli fyrirliggjandi tilboða.
3.Aðalfundur Samorku 2014
Málsnúmer 1401213Vakta málsnúmer
Veitunefnd leggur til að Indriði Þór Einarsson og Gunnar Björn Rögnvaldsson sitji aðalfund Samorku þann 21. febrúar nk. og fari þar með umboð og atkvæðisrétt fyrir hönd Skagafjarðarveitna.
Fundi slitið - kl. 16:10.
Árni Egilsson og Gunnar Björn Rögnvaldsson sátu fundinn.