Veitunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Árni Egilsson, Skagafjarðarveitum og Atli Gunnar Arnórsson og Bragi Þór Haraldsson frá Verkfræðistofunni Stoð ehf. sátu fundinn.
1.Hitaveita í Fljótum 2015
Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer
Farið var yfir stöðu áætlaðra hitaveituframkvæmda í Fljótum.
Borun á nýrri heitavatnsholu við Langhús lauk í byrjun desember og lukkaðist borunin vel.
Við prufudælingu með lofti gaf holan um 6,5 l/sek af 98°C heitu vatni, sjálfrennsli var um 3,5 l/sek. Síðan þá hefur hitastigið hækkað í um 101°C og sjálfrennslið í holunni aukist.
Bragi Þór Haraldsson og Atli Gunnar Arnórsson frá Verkfræðistofunni Stoð ehf fóru yfir hönnun á hitaveitu í Fljótum.
Farið var yfir kostnaðaráætlun og útreikninga á heimæðargjöldum.
Stefnt er á að halda íbúafund á Ketilási í byrjun árs.
Borun á nýrri heitavatnsholu við Langhús lauk í byrjun desember og lukkaðist borunin vel.
Við prufudælingu með lofti gaf holan um 6,5 l/sek af 98°C heitu vatni, sjálfrennsli var um 3,5 l/sek. Síðan þá hefur hitastigið hækkað í um 101°C og sjálfrennslið í holunni aukist.
Bragi Þór Haraldsson og Atli Gunnar Arnórsson frá Verkfræðistofunni Stoð ehf fóru yfir hönnun á hitaveitu í Fljótum.
Farið var yfir kostnaðaráætlun og útreikninga á heimæðargjöldum.
Stefnt er á að halda íbúafund á Ketilási í byrjun árs.
Fundi slitið - kl. 11:30.