Hitaveita í Fljótum 2015
Málsnúmer 1408141
Vakta málsnúmerVeitunefnd Svf Skagafjarðar - 8. fundur - 28.08.2014
Fjallað var um stöðu mála vegna hitaveitu í Fljótum. Óskað hefur verið eftir fundi með landeiganda jarðarinnar Langhúsa vegna nýtingar á jarðhita við Dælislaug. Einnig hefur verið haft samband við Þórólf Hafstað, sérfræðing hjá ÍSOR, vegna staðsetningar á nýrri borholu við Dælislaug. Stefnt er að borun og álagsprófun holunnar í haust.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 318. fundur - 03.09.2014
Afgreiðsla 8. fundar veitunefndar staðfest á 318. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 670. fundur - 04.09.2014
Borun við Dælislaug í landi Langhúsa í Fljótum. Stefnt er að borun og álagsprófun holunnar í haust. Byggðarráð samþykkir að verkið verði unnið. Áætlaður kostnaður 3.000.000 kr.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 319. fundur - 01.10.2014
Afgreiðsla 670. fundar byggðaráðs staðfest á 319. fundi sveitarstjórnar 1. október 2014 með níu atkvæðum.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 9. fundur - 03.10.2014
Rekstraraðilar skíðahúss á Deplum hafa óskað eftir upplýsingum varðandi hitaveituframkvæmdir í Fljótum og mögulegrar tengingar hússins við hitaveitu.
Lögð voru fyrir fundinn frumdrög að hönnun og kostnaðaráætlun vegna hitaveitulagnar frá Skeiðsfossi að Deplum og Þrasastöðum.
Sviðsstjóra falið að boða rekstraraðila á fund nefndarinnar við fyrsta tækifæri.
Lögð voru fyrir fundinn frumdrög að hönnun og kostnaðaráætlun vegna hitaveitulagnar frá Skeiðsfossi að Deplum og Þrasastöðum.
Sviðsstjóra falið að boða rekstraraðila á fund nefndarinnar við fyrsta tækifæri.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 10. fundur - 28.10.2014
Farið var yfir stöðu mála vegna væntanlegra hitaveituframkvæmda í Fljótum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014
Afgreiðsla 9. fundar veitunefndar staðfest á 320. fundi sveitarstjórnar 29. október 2014 með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014
Afgreiðsla 10. fundar veitunefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 12. fundur - 30.12.2014
Farið var yfir stöðu áætlaðra hitaveituframkvæmda í Fljótum.
Borun á nýrri heitavatnsholu við Langhús lauk í byrjun desember og lukkaðist borunin vel.
Við prufudælingu með lofti gaf holan um 6,5 l/sek af 98°C heitu vatni, sjálfrennsli var um 3,5 l/sek. Síðan þá hefur hitastigið hækkað í um 101°C og sjálfrennslið í holunni aukist.
Bragi Þór Haraldsson og Atli Gunnar Arnórsson frá Verkfræðistofunni Stoð ehf fóru yfir hönnun á hitaveitu í Fljótum.
Farið var yfir kostnaðaráætlun og útreikninga á heimæðargjöldum.
Stefnt er á að halda íbúafund á Ketilási í byrjun árs.
Borun á nýrri heitavatnsholu við Langhús lauk í byrjun desember og lukkaðist borunin vel.
Við prufudælingu með lofti gaf holan um 6,5 l/sek af 98°C heitu vatni, sjálfrennsli var um 3,5 l/sek. Síðan þá hefur hitastigið hækkað í um 101°C og sjálfrennslið í holunni aukist.
Bragi Þór Haraldsson og Atli Gunnar Arnórsson frá Verkfræðistofunni Stoð ehf fóru yfir hönnun á hitaveitu í Fljótum.
Farið var yfir kostnaðaráætlun og útreikninga á heimæðargjöldum.
Stefnt er á að halda íbúafund á Ketilási í byrjun árs.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 13. fundur - 08.01.2015
Farið var yfir útreikninga á heimæðargjöldum vegna hitaveitu í Fljótum.
Haldin verður kynningarfundur fyrir íbúa og landeigendur í Fljótum mánudaginn 12. janúar nk. í félagsheimilinu Ketilási.
Á fundinum verður farið yfir hönnun lagnarinnar og kynntir útreikningar á heimæðargjöldum.
Haldin verður kynningarfundur fyrir íbúa og landeigendur í Fljótum mánudaginn 12. janúar nk. í félagsheimilinu Ketilási.
Á fundinum verður farið yfir hönnun lagnarinnar og kynntir útreikningar á heimæðargjöldum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 323. fundur - 28.01.2015
Afgreiðsla 12. fundar veitunefndar staðfest á 323. fundi sveitarstjórnar 28. janúar 2015 með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 323. fundur - 28.01.2015
Afgreiðsla 13. fundar veitunefndar staðfest á 323. fundi sveitarstjórnar 28. janúar 2015 með níu atkvæðum.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 14. fundur - 27.02.2015
Farið var yfir stöðu útboðsmála vegna hitaveitu í Fljótum.
Efnisútboð var auglýst 7. febrúar sl. Ríkiskaup sjá um útboðið og er það sameiginlegt með Hitaveitu Húnaþings vestra. Tilboð verða opnuð 24. mars nk. Útboðsgögn vegna vinnutilboða eru í vinnslu ásamt gögnum vegna gasskilju og borholu- og dæluhúsa. Stefnt er að því að öll tilboð í verkið liggi fyrir í byrjun apríl.
Lögð voru fyrir nefndina drög að samningi við Fljótabakka ehf vegna hitaveitulagnar að Deplum. Samningsdrögin eru samþykkt af hálfu nefndarinnar.
Sviðsstjóra falið að ræða áfram við fjarskiptafyrirtæki um lagningu ljósleiðara samhliða framkvæmdinni.
Efnisútboð var auglýst 7. febrúar sl. Ríkiskaup sjá um útboðið og er það sameiginlegt með Hitaveitu Húnaþings vestra. Tilboð verða opnuð 24. mars nk. Útboðsgögn vegna vinnutilboða eru í vinnslu ásamt gögnum vegna gasskilju og borholu- og dæluhúsa. Stefnt er að því að öll tilboð í verkið liggi fyrir í byrjun apríl.
Lögð voru fyrir nefndina drög að samningi við Fljótabakka ehf vegna hitaveitulagnar að Deplum. Samningsdrögin eru samþykkt af hálfu nefndarinnar.
Sviðsstjóra falið að ræða áfram við fjarskiptafyrirtæki um lagningu ljósleiðara samhliða framkvæmdinni.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 15. fundur - 16.03.2015
Farið var almennt yfir stöðu mála vegna hitaveituframkvæmda í Fljótum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 325. fundur - 25.03.2015
Afgreiðsla 14. fundar veitunefndar staðfest á 325. fundi sveitarstjórnar 25. mars 2015 með átta atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 325. fundur - 25.03.2015
Afgreiðsla 15. fundar veitunefndar staðfest á 325. fundi sveitarstjórnar 25. mars 2015 með átta atkvæðum.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 16. fundur - 31.03.2015
Tilboð í efnislið hitaveitu í Fljótum voru opnuð 24. mars sl. hjá Ríkiskaupum.
Efni var boðið út sameiginlega með Hitaveitu Húnaþings Vestra.
Útboðinu var skipt í tvo hluta, stál og PEX (plast) lagnir.
Alls bárust tilboð frá 5 aðilum.
Lægsta tilboð í stállagnir fyrir Skagafjarðarveitur kom frá Set ehf. upp á 481.915.- evrur eða um 85% af kostnaðaráætlun.
Lægsta tilboð í PEX (plast) lagnir fyrir Skagafjarðarveitur kom frá Ísrör ehf. upp á 298.128.- evrur eða um 82% af kostnaðaráætlun.
Nefndin samþykkir tilboðin og leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur.
Tilboð í borholu- og dæluhús voru opnuð hjá Skagafjarðarveitum 26. mars sl.
Í útboðinu var boðin út smíði á borholuhúsi við Langhús ásamt dæluhúsum við Molastaði og Hvamm.
Alls bárust 3 tilboð í verkið.
Lægsta tilboð í smíði húsanna átti Friðrik Jónsson ehf. upp á 20.957.668.-kr eða um 87% af kostnaðaráætlun.
Nefndin samþykkir tilboðið og leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Efni var boðið út sameiginlega með Hitaveitu Húnaþings Vestra.
Útboðinu var skipt í tvo hluta, stál og PEX (plast) lagnir.
Alls bárust tilboð frá 5 aðilum.
Lægsta tilboð í stállagnir fyrir Skagafjarðarveitur kom frá Set ehf. upp á 481.915.- evrur eða um 85% af kostnaðaráætlun.
Lægsta tilboð í PEX (plast) lagnir fyrir Skagafjarðarveitur kom frá Ísrör ehf. upp á 298.128.- evrur eða um 82% af kostnaðaráætlun.
Nefndin samþykkir tilboðin og leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur.
Tilboð í borholu- og dæluhús voru opnuð hjá Skagafjarðarveitum 26. mars sl.
Í útboðinu var boðin út smíði á borholuhúsi við Langhús ásamt dæluhúsum við Molastaði og Hvamm.
Alls bárust 3 tilboð í verkið.
Lægsta tilboð í smíði húsanna átti Friðrik Jónsson ehf. upp á 20.957.668.-kr eða um 87% af kostnaðaráætlun.
Nefndin samþykkir tilboðið og leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 17. fundur - 22.04.2015
Tilboð í vinnulið hitaveituframkvæmda í Fljótum voru opnuð föstudaginn 17. apríl sl.
Þrjú tilboð bárust í verkið;
Vélaþjónustan Messuholti ehf. 214.370.620.-
Steypustöð Skagafjarðar ehf. 147.772.055.-
Vinnuvélar Símonar ehf. 149.780.910.-
Kostnaðaráætlun Verkfræðistofunnar Stoð ehf. var 190.732.100.-
Í tilboðstölum er ásamt hitaveitu innifalinn kostnaður við lagningu háspennustrengja fyrir RARIK og ljósleiðarastrengja.
Verkfræðistofan Stoð ehf hefur farið yfir tilboðin og lagt til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Steypustöð Skagafjarðar.
Veitunefnd samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Ljóst er að eignfærð fjárfesting Skagafjarðarveitna vegna verksins verður meiri í ár en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir eignfærðri fjárfestingu upp á 69 milljónir króna en samkvæmt uppfærðri áætlun mun kostnaður Skagafjarðarveitna verða um 91 milljón árið 2015 að frádregnum heimæðargjöldum og niðurgreiðslu ríkissjóðs. Heildar eignfærð fjárfesting fyrir framkvæmdina, árin 2015 og 2016, er svipuð og áætlanir gerðu ráð fyrir, eða um 100 milljónir.
Megin ástæða þess að eignfærsla ársins 2015 er meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir er að fjöldi tenginga er undir væntingum en um 65-70%% fasteignaeigenda í Fljótum munu tengjast veitunni frá fyrsta degi eins og staðan er í dag.
Til að mæta auknum kostnaði Skagafjarðarveitna vegna framkvæmdanna árið 2015 leggur veitunefnd til að endurnýjun á stofnlögn um Túnahverfi á Sauðárkróki verði frestað til ársins 2016. Áætlaður kostnaður vegna þeirrar lagnar var 20 milljónir á fjárhagsáætlun ársins 2015.
Þrjú tilboð bárust í verkið;
Vélaþjónustan Messuholti ehf. 214.370.620.-
Steypustöð Skagafjarðar ehf. 147.772.055.-
Vinnuvélar Símonar ehf. 149.780.910.-
Kostnaðaráætlun Verkfræðistofunnar Stoð ehf. var 190.732.100.-
Í tilboðstölum er ásamt hitaveitu innifalinn kostnaður við lagningu háspennustrengja fyrir RARIK og ljósleiðarastrengja.
Verkfræðistofan Stoð ehf hefur farið yfir tilboðin og lagt til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Steypustöð Skagafjarðar.
Veitunefnd samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Ljóst er að eignfærð fjárfesting Skagafjarðarveitna vegna verksins verður meiri í ár en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir eignfærðri fjárfestingu upp á 69 milljónir króna en samkvæmt uppfærðri áætlun mun kostnaður Skagafjarðarveitna verða um 91 milljón árið 2015 að frádregnum heimæðargjöldum og niðurgreiðslu ríkissjóðs. Heildar eignfærð fjárfesting fyrir framkvæmdina, árin 2015 og 2016, er svipuð og áætlanir gerðu ráð fyrir, eða um 100 milljónir.
Megin ástæða þess að eignfærsla ársins 2015 er meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir er að fjöldi tenginga er undir væntingum en um 65-70%% fasteignaeigenda í Fljótum munu tengjast veitunni frá fyrsta degi eins og staðan er í dag.
Til að mæta auknum kostnaði Skagafjarðarveitna vegna framkvæmdanna árið 2015 leggur veitunefnd til að endurnýjun á stofnlögn um Túnahverfi á Sauðárkróki verði frestað til ársins 2016. Áætlaður kostnaður vegna þeirrar lagnar var 20 milljónir á fjárhagsáætlun ársins 2015.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015
Bókun frá 16. fundi veitunefndar 16. apríl 2015
"Tilboð í efnislið hitaveitu í Fljótum voru opnuð 24. mars sl. hjá Ríkiskaupum.
Efni var boðið út sameiginlega með Hitaveitu Húnaþings Vestra.
Útboðinu var skipt í tvo hluta, stál og PEX (plast) lagnir.
Alls bárust tilboð frá 5 aðilum.
Lægsta tilboð í stállagnir fyrir Skagafjarðarveitur kom frá Set ehf. upp á 481.915.- evrur eða um 85% af kostnaðaráætlun.
Lægsta tilboð í PEX (plast) lagnir fyrir Skagafjarðarveitur kom frá Ísrör ehf. upp á 298.128.- evrur eða um 82% af kostnaðaráætlun.
Nefndin samþykkir tilboðin og leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur.
Tilboð í borholu- og dæluhús voru opnuð hjá Skagafjarðarveitum 26. mars sl.
Í útboðinu var boðin út smíði á borholuhúsi við Langhús ásamt dæluhúsum við Molastaði og Hvamm.
Alls bárust 3 tilboð í verkið.
Lægsta tilboð í smíði húsanna átti Friðrik Jónsson ehf. upp á 20.957.668.-kr eða um 87% af kostnaðaráætlun.
Nefndin samþykkir tilboðið og leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda."
Bókun veitunefndar borin upp til afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar, samþykkt með níu atkvæðum.
"Tilboð í efnislið hitaveitu í Fljótum voru opnuð 24. mars sl. hjá Ríkiskaupum.
Efni var boðið út sameiginlega með Hitaveitu Húnaþings Vestra.
Útboðinu var skipt í tvo hluta, stál og PEX (plast) lagnir.
Alls bárust tilboð frá 5 aðilum.
Lægsta tilboð í stállagnir fyrir Skagafjarðarveitur kom frá Set ehf. upp á 481.915.- evrur eða um 85% af kostnaðaráætlun.
Lægsta tilboð í PEX (plast) lagnir fyrir Skagafjarðarveitur kom frá Ísrör ehf. upp á 298.128.- evrur eða um 82% af kostnaðaráætlun.
Nefndin samþykkir tilboðin og leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur.
Tilboð í borholu- og dæluhús voru opnuð hjá Skagafjarðarveitum 26. mars sl.
Í útboðinu var boðin út smíði á borholuhúsi við Langhús ásamt dæluhúsum við Molastaði og Hvamm.
Alls bárust 3 tilboð í verkið.
Lægsta tilboð í smíði húsanna átti Friðrik Jónsson ehf. upp á 20.957.668.-kr eða um 87% af kostnaðaráætlun.
Nefndin samþykkir tilboðið og leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda."
Bókun veitunefndar borin upp til afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar, samþykkt með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 695. fundur - 07.05.2015
Lögð fram til kynningar bókun 17. fundar veitunefndar frá 22. apríl 2015 varðandi hitaveituframkvæmdir í Fljótum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015
Afgreiðsla 695. fundar byggðaráðs staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015
Afgreiðsla 17. fundar veitunefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 18. fundur - 08.06.2015
Farið var almennt yfir stöðu mála við hitaveituframkvæmdir í Fljótum.
Verktaki er búinn að sjóða um einn kílómeter af lögnum frá Dælislaug og til austurs.
Gröftur á lagnaskurði hefst í dag.
Þann 27. maí sl. voru opnuð tilboð í Loftskiljutank við borholuhús á Langhúsum.
Eitt tilboð barst í verkið frá Vélaverkstæði KS en þremur aðilum var gefið kost á að gera tilboð.
Tilboð frá Vélaverkstæðinu hljóðaði upp á 5.823.545.- eða um 93% af kostnaðaráætlun.
Veitunefnd leggur til að gengið verði til samninga við Vélaverkstæðið vegna smíði á Loftskilju á grundvelli tilboðs.
Verktaki er búinn að sjóða um einn kílómeter af lögnum frá Dælislaug og til austurs.
Gröftur á lagnaskurði hefst í dag.
Þann 27. maí sl. voru opnuð tilboð í Loftskiljutank við borholuhús á Langhúsum.
Eitt tilboð barst í verkið frá Vélaverkstæði KS en þremur aðilum var gefið kost á að gera tilboð.
Tilboð frá Vélaverkstæðinu hljóðaði upp á 5.823.545.- eða um 93% af kostnaðaráætlun.
Veitunefnd leggur til að gengið verði til samninga við Vélaverkstæðið vegna smíði á Loftskilju á grundvelli tilboðs.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015
Afgreiðsla 18. fundar veitunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 19. fundur - 09.09.2015
Farið var yfir stöðu framkvæmda við hitaveitu í Fljótum.
Lagning stofnlagnar gengur vel og er um tveimur vikum á undan áætlun. Lagningu stofnlagnar er lokið frá borholu við Langhús að Ketilási og frá Deplum í austur Fljótum að Reykjarhóli. Heildarlengd stofnlagnar er um 18km og búið er að leggja tæplega 15km. Vinna við heimæðar er á eftir áætlun en verktaki telur að hægt sé að vinna upp þær tafir.
Búið er að ganga frá dæluhúsum og dælum við Molastaði og Hvamm.
Lagning stofnlagnar gengur vel og er um tveimur vikum á undan áætlun. Lagningu stofnlagnar er lokið frá borholu við Langhús að Ketilási og frá Deplum í austur Fljótum að Reykjarhóli. Heildarlengd stofnlagnar er um 18km og búið er að leggja tæplega 15km. Vinna við heimæðar er á eftir áætlun en verktaki telur að hægt sé að vinna upp þær tafir.
Búið er að ganga frá dæluhúsum og dælum við Molastaði og Hvamm.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015
Afgreiðsla 19. fundar veitunefndar staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 20. fundur - 28.10.2015
Mánudaginn 26. október sl. var heitu vatni hleypt á stofnlögn í Fljótum, frá dælustöð í landi Langhúsa og að dælustöð við Molastaði, samtals um 8km leið. Á næstu dögum er stefnt að áhleypingu á stofnlögn frá Molastöðum og að Hvammi og í framhaldi frá Hvammi að Deplum og Þrasastöðum. Verktaki vinnur þessa dagana að lagningu heimæða.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 333. fundur - 11.11.2015
Afgreiðsla 20. fundar veitunefndar staðfest á 333. fundi sveitarstjórnar 11. nóvember 2015 með átta atkvæðum.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 21. fundur - 12.11.2015
Farið var yfir stöðu framkvæmda í Fljótum.
Mánudaginn 26. október sl. var heitu vatni hleypt á stofnlögn í Fljótum, hleypt var á stofnlögn í áföngum frá dæluhúsi við Langhús og í byrjun nóvember var búið að hleypa á alla stofnlögnina að Deplum, samtals um rúmlega 18km leið.
Verktaki vinnur nú að lagningu heimæða og stefnir á að ljúka framkvæmdum við þær á næstu vikum.
Mánudaginn 26. október sl. var heitu vatni hleypt á stofnlögn í Fljótum, hleypt var á stofnlögn í áföngum frá dæluhúsi við Langhús og í byrjun nóvember var búið að hleypa á alla stofnlögnina að Deplum, samtals um rúmlega 18km leið.
Verktaki vinnur nú að lagningu heimæða og stefnir á að ljúka framkvæmdum við þær á næstu vikum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015
Afgreiðsla 21. fundar veitunefndar staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. desember 2015 með níu atkvæðum.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 22. fundur - 11.12.2015
Farið var yfir stöðu hitaveituframkvæmda í Fljótum.
Verktaki lauk framkvæmdum við 1. áfanga í lok nóvember og hyggst hefja vinnu við 2. áfanga næsta vor.
Búið er að tengja tvo notendur við veituna og munu fleiri notendur bætast við á næstu dögum og vikum.
Borverktaki hefur nú borað niður á 100m dýpi í nýrri borholu við Langhús. Áætlað er að bora niður á um 200m dýpi og mun borverktaki ljúka við borun holunnar um leið og veður leyfir í vor.
Verktaki lauk framkvæmdum við 1. áfanga í lok nóvember og hyggst hefja vinnu við 2. áfanga næsta vor.
Búið er að tengja tvo notendur við veituna og munu fleiri notendur bætast við á næstu dögum og vikum.
Borverktaki hefur nú borað niður á 100m dýpi í nýrri borholu við Langhús. Áætlað er að bora niður á um 200m dýpi og mun borverktaki ljúka við borun holunnar um leið og veður leyfir í vor.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 335. fundur - 20.01.2016
Afgreiðsla 22. fundar veitunefndar staðfest á 335. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2016 með níu atkvæðum.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 23. fundur - 18.02.2016
Farið var yfir stöðu mála vegna lagningar hitaveitu í Fljótum.
Búið er að tengja 10 staði nú þegar þar sem farið er að nota heita vatnið.
Unnið er að lokafrágangi í dælustöðvum.
Búið er að tengja 10 staði nú þegar þar sem farið er að nota heita vatnið.
Unnið er að lokafrágangi í dælustöðvum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 338. fundur - 16.03.2016
Afgreiðsla 23. fundar veitunefndar staðfest á 338. fundi sveitarstjórnar 16. mars 2016 með níu atkvæðum.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 25. fundur - 18.05.2016
Stefnt er að hefja framkvæmdir í Fljótum um mánaðarmótin maí/júní.
Í sumar verða lagðar lagnir í Flókadal, Haganesvík og að Lambanesi.
Verklok eru 1. september 2016.
Í sumar verða lagðar lagnir í Flókadal, Haganesvík og að Lambanesi.
Verklok eru 1. september 2016.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 342. fundur - 25.05.2016
Afgreiðsla 25. fundar veitunefndar staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 26. fundur - 23.06.2016
Verktakar hófu vinnu við lagningu hitaveitu í vestur Fljót í byrjun mánaðarins.
Þverun Flókadalsár er lokið og er nú unnið við kaflann frá Langhúsum að Flókadalsá.
Dýpkun á holu LH-04 er hafin.
Þverun Flókadalsár er lokið og er nú unnið við kaflann frá Langhúsum að Flókadalsá.
Dýpkun á holu LH-04 er hafin.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 344. fundur - 29.06.2016
Afgreiðsla 26. fundar veitunefndar staðfest á 344. fundi sveitarstjórnar 29. júní 2016 með níu atkvæðum.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 27. fundur - 23.08.2016
Farið var yfir stöðu framkvæmda í Fljótum.
Lagningu stofnlagnar er lokið í Flókadal og að Móskógum.
Vinna er hafin við lagningu stofnlagnar í Haganesvík og að Lambanesi.
Verktaki stefnir á verklok um miðjan september.
Lagningu stofnlagnar er lokið í Flókadal og að Móskógum.
Vinna er hafin við lagningu stofnlagnar í Haganesvík og að Lambanesi.
Verktaki stefnir á verklok um miðjan september.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 28. fundur - 10.10.2016
Vinnu við lagningu hitaveitu í Fljótum lýkur á næstu dögum.