Veitunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Hitaveita í Fljótum 2015
Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer
2.Mælavæðing þéttbýliskjarna í Skagafirði - hitaveita
Málsnúmer 1312141Vakta málsnúmer
Lögð var fram til kyningar auglýsing vegna mælavæðingar í þéttbýliskjörnum í Skagafirði.
Mælauppsetningu er lokið á Hólum og Hofsósi og langt komin í Varmahlíð.
Á næstu vikum hefst uppsetning mæla á Sauðárkróki þar sem byrjað verður á Hlíða- og Túnahverfi. Áætlað er að setja upp um 400 mæla á Sauðárkróki ár hvert og að verkinu verði lokið fyrir árslok 2017.
Mælauppsetningu er lokið á Hólum og Hofsósi og langt komin í Varmahlíð.
Á næstu vikum hefst uppsetning mæla á Sauðárkróki þar sem byrjað verður á Hlíða- og Túnahverfi. Áætlað er að setja upp um 400 mæla á Sauðárkróki ár hvert og að verkinu verði lokið fyrir árslok 2017.
Fundi slitið - kl. 15:50.
Þrjú tilboð bárust í verkið;
Vélaþjónustan Messuholti ehf. 214.370.620.-
Steypustöð Skagafjarðar ehf. 147.772.055.-
Vinnuvélar Símonar ehf. 149.780.910.-
Kostnaðaráætlun Verkfræðistofunnar Stoð ehf. var 190.732.100.-
Í tilboðstölum er ásamt hitaveitu innifalinn kostnaður við lagningu háspennustrengja fyrir RARIK og ljósleiðarastrengja.
Verkfræðistofan Stoð ehf hefur farið yfir tilboðin og lagt til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Steypustöð Skagafjarðar.
Veitunefnd samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Ljóst er að eignfærð fjárfesting Skagafjarðarveitna vegna verksins verður meiri í ár en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir eignfærðri fjárfestingu upp á 69 milljónir króna en samkvæmt uppfærðri áætlun mun kostnaður Skagafjarðarveitna verða um 91 milljón árið 2015 að frádregnum heimæðargjöldum og niðurgreiðslu ríkissjóðs. Heildar eignfærð fjárfesting fyrir framkvæmdina, árin 2015 og 2016, er svipuð og áætlanir gerðu ráð fyrir, eða um 100 milljónir.
Megin ástæða þess að eignfærsla ársins 2015 er meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir er að fjöldi tenginga er undir væntingum en um 65-70%% fasteignaeigenda í Fljótum munu tengjast veitunni frá fyrsta degi eins og staðan er í dag.
Til að mæta auknum kostnaði Skagafjarðarveitna vegna framkvæmdanna árið 2015 leggur veitunefnd til að endurnýjun á stofnlögn um Túnahverfi á Sauðárkróki verði frestað til ársins 2016. Áætlaður kostnaður vegna þeirrar lagnar var 20 milljónir á fjárhagsáætlun ársins 2015.