Fara í efni

Hitaveita - nýframkvæmd í Lýtingsstaðahreppi 2016 og 2017.

Málsnúmer 1602183

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 23. fundur - 18.02.2016

Lögð voru fyrir fundinn skýrslur frá Jarðfræðiþjónustu Hauks Jóhannessonar frá 2011 og 2012 vegna borana á jarðhitaholu við Hverhóla. Samkvæmt jarðfræðingi er lagt til að holan verði dýpkuð frá því sem nú er niður á um 200m dýpi.
Á fjárhagsáætlun 2016 eru 10 milljónir ætlaðar til dýpkunar og könnunar á holunni.
Sviðsstjóra falið að afla tilboða í borun holunnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 338. fundur - 16.03.2016

Afgreiðsla 23. fundar veitunefndar staðfest á 338. fundi sveitarstjórnar 16. mars 2016 með níu atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 24. fundur - 23.03.2016

Lagt var fyrir fundinn minnisblað frá Þórólfi Hafstað, sérfræðingi hjá ÍSOR, vegna heitavatnsholu á Hverhólum.
Í minnisblaðinu er lagt til að holan verði prufudæld með djúpdælu áður en hún verður endanlega virkjuð.
Gert er ráð fyrir því að prufudæling geti varað í að minnsta tvær vikur eða þar til jafnvægi næst á milli rennslis og niðurdráttar í holu.
Leitað hefur verið tilboða í djúpdælu og er kostnaður við kaup á dælu um 1 milljón án vsk.
Samþykkt að fara í prufudælingu í vor.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 339. fundur - 13.04.2016

Afgreiðsla 24. fundar veitunefndar staðfest á 339. fundi sveitarstjórnar 13. Apríl 2016 með níu atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 25. fundur - 18.05.2016

Búið er að ganga frá pöntun á dælu til prufudælingar á Hverhólum.
Stefnt er á prufudælingu á holunni í sumar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 342. fundur - 25.05.2016

Afgreiðsla 25. fundar veitunefndar staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 26. fundur - 23.06.2016

Prufudæling úr holu við Hverhóla verður framkvæmd á næstu vikum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 344. fundur - 29.06.2016

Afgreiðsla 26. fundar veitunefndar staðfest á 344. fundi sveitarstjórnar 29. júní 2016 með níu atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 27. fundur - 23.08.2016

Prufudæling á holu HH-01 við Hverhóla hófst í síðustu viku og gengur vel. Dælu var komið fyrir á tæplega 50m dýpi og dælir hún nú að jafnaði um 8 l/s af 66°C heitu vatni. Prufudælingin mun vara í það minnsta 2 vikur og verður fylgst með niðurdrætti í holunni sem gefur til kynna hver afköst holunnar eru til langs tíma litið.
Haldin verður kynningarfundur fyrir íbúa þegar niðurstöður prufudælingar liggja fyrir.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 28. fundur - 10.10.2016

Formanni og sviðstjóra falið að ganga frá samningum vegna borholu og við landeiganda Hverhóla um leigu á landi. Í framhaldi verður boðað til íbúafundar um hitaveituvæðingu.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 31. fundur - 13.12.2016

Bragi Þór Haraldsson frá Verkfræðistofunni Stoð fór yfir frumhönnun á hitaveitu um Lýtingsstaðahrepp.

Gert er ráð fyrir að lokahönnun liggi fyrir í lok árs og að haldinn verði kynningarfundur í janúar.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 32. fundur - 06.01.2017

Kynnt voru nýjustu hönnunardrög að hitaveitu í Lýtingsstaðahreppi frá Verkfræðistofunni Stoð ehf.

Veitunefnd samþykkir að vinna að útboðsgögnum fyrir efnis- og vinnuútboð samkvæmt fyrirliggjandi hönnun.

Efnt verður til kynningafundar með íbúum svæðisins mánudaginn 23. janúar nk. og er sviðstjóra falið að senda boðsbréf á íbúa.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 33. fundur - 19.01.2017

Farið var yfir stöðu fyrirhugaðra hitaveituframkvæmda í Lýtingsstaðahreppi árið 2017.

Boðað hefur verið til kynningarfundar með íbúum mánudaginn 23.janúar nk. kl 14 í félagsheimilinu Árgarði.

Útboð á lagnaefni vegna verksins hefur verið auglýst og verða tilboð opnuð þriðjudaginn 7. febrúar nk.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 34. fundur - 14.02.2017

Tilboð í efnishluta hitaveitu í Lýtingsstaðahreppi voru opnuð þriðjudaginn 7. febrúar sl. Útboðinu var skipt í tvo hluta í foreinangruð stálrör og foreinangruð plaströr.

Tvö tilboð bárust í verkið; frá Ísrör ehf. upp á 413.719 evrur og frá Set ehf. upp á 384.874 evrur. Set ehf. átti lægsta tilboð í bæði stál- og plaströr.

Veitunefnd samþykkir tilboð lægstbjóðenda og felur sviðstjóra að ganga til samninga við Set ehf. vegna verksins.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 35. fundur - 15.03.2017

Útboðsgögn vegna vinnuhluta hitaveituframkvæmda í Lýtingsstaðahreppi voru kynnt. Lagning ljósleiðara er innifalinn í vinnuútboði.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 37. fundur - 12.04.2017

Fimmtudaginn 30. mars sl. voru opnuð tilboð í verkið "Lýtingsstaðahreppur vinnuútboð 2017 - hitaveita og strenglögn" á skrifstofu Skagafjarðarveitna að Borgarteigi 15 á Sauðárkróki.



Eftirfarandi tilboð bárust í verkið;

Steypustöð Skagafjarðar ehf. 174.443.600

Vinnuvélar Símonar ehf. 146.501.900

Víðimelsbræður ehf. 175.884.650

Kostnaðaráætlun Verkfræðistofunnar Stoð 155.218.000



Veitunefnd felur sviðstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Vinnuvélar Símonar ehf.



Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 38. fundur - 10.05.2017

Fyrsti verkfundur vegna hitaveitu og strenglagnar í Lýtingsstaðahreppi er á morgun. Verktakar munu hefja framkvæmdir á næstu dögum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 39. fundur - 19.06.2017

Farið var yfir stöðu hitaveituframkvæmda í Lýtingsstaðahreppi.
Framkvæmdir hófust 22. maí sl. og er búið að leggju um 5,5km af stállögnum.
Verktaki við verkið er Vinnuvélar Símonar ehf.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 48. fundur - 10.04.2018

Farið var yfir stöðu hitaveituframkvæmda í Lýtingsstaðahreppi.
Lokið er við að leggja hitaveitulögn yfir Vestari Jökulsá á milli Goðdala og Bjarnastaðahlíðar og er þá lagningu allra hitaveitulagna lokið.
Unnið er að tengingu á dælum og stýringum í dælustöð og er gert ráð fyrir að byrjað verði að dæla inn á stofnlögn á næstu dögum.