Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

42. fundur 02. nóvember 2017 kl. 15:00 - 16:40 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Helgi Þór Thorarensen ritari
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Hitaveita Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadalur

Málsnúmer 1710178Vakta málsnúmer

Farið var yfir mögulega kosti vegna hitaveituvæðingar í Óslandshlið, Viðvíkursveit og Hjaltadal.

2.Skagafjarðarveitur - gjaldskrár 2018

Málsnúmer 1710179Vakta málsnúmer

Farið yfir gjaldskrár og rekstrartölur Skagafjarðarveitna.

3.Ísland ljóstengt 2018 v/ umsóknir

Málsnúmer 1709011Vakta málsnúmer

Umsóknarfrestur fyrir A-hluta verkefnisins Ísland Ljóstengt fyrir árið 2018 er 9. nóvember nk.
Sviðstjóra falið að sækja um styrk fyrir ljósleiðaravæðingu fyrir þau svæði sem eftir eru.

4.Kynning á áformum Landsnets um jarðstrengslögn frá Varmahlíð til Sauðárkróks

Málsnúmer 1710173Vakta málsnúmer

Áform Landsnets um jarðstrenglögn frá Varmahlíð til Sauðárkróks lögð fram til kynningar.

5.Endurskoðun löggjafar ESB á sviði orkumála

Málsnúmer 1710180Vakta málsnúmer

Endurskoðun löggjafar á sviði orkumála lögð fram til kynningar ásamt umsögn Samorku um endurskoðunina.

6.Vatnsveita á Steinsstöðum - möguleg stækkun dreifikerfis SKV

Málsnúmer 1503103Vakta málsnúmer

Lagt var fram til samþykktar kynningarbréf til fasteignaeigenda við Steinsstaði til að kanna áhuga þeirra á tengingu við vatnsveitu Skagafjarðarveitna.
Veitunefnd samþykkir að senda kynningarbréfið til viðkomandi aðila.

Fundi slitið - kl. 16:40.