Veitunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Lýtingsstaðahreppur vinnuútboð 2017 - Hitaveita og strenglögn
Málsnúmer 1707145Vakta málsnúmer
2.Hitaveita Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadalur
Málsnúmer 1710178Vakta málsnúmer
Sviðstjóra falið í samráði við Verkfræðistofuna Stoð að finna tíma fyrir kynningarfund vegna hitaveitu um Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadal í lok febrúar.
3.Vatnsveita á Steinsstöðum - möguleg stækkun dreifikerfis SKV
Málsnúmer 1503103Vakta málsnúmer
Lögð voru fyrir fundinn svör frá fasteignaeigendum varðandi mögulega stækkun vatnveitukerfis Skagafjarðarveitna við Steinsstaði.
Alls voru send út 11 kynningarbréf og hafa nú borist jákvæð svör frá öllum eigendum sem hafa þar með samþykkt yfirtöku Skagafjarðarveitna á hluta núverandi dreifikerfis samkvæmt teikningu í kynningarbréfi og uppdrætti frá Verkfræðistofunni Stoð, nr. S-102 dags. 14. nóv. 2017.
Veitunefnd samþykkir að tengja umrætt svæði við dreifikerfi Skagafjarðarveitna og felur sviðstjóra að undirbúa framkvæmdina.
Alls voru send út 11 kynningarbréf og hafa nú borist jákvæð svör frá öllum eigendum sem hafa þar með samþykkt yfirtöku Skagafjarðarveitna á hluta núverandi dreifikerfis samkvæmt teikningu í kynningarbréfi og uppdrætti frá Verkfræðistofunni Stoð, nr. S-102 dags. 14. nóv. 2017.
Veitunefnd samþykkir að tengja umrætt svæði við dreifikerfi Skagafjarðarveitna og felur sviðstjóra að undirbúa framkvæmdina.
4.Borun eftir köldu vatni á Sauðárkróki 2018
Málsnúmer 1801267Vakta málsnúmer
Lagt var fyrir fundinn tilboð frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða í borun á kaldavatnsholum við Sauðárkrók. Um er að ræða holur á Skarðsdal og á Nöfunum.
Sviðstjóra falið að óska eftir tilskildum leyfum til borunar á þessum stöðum og að ræða við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða um framkvæmd borunar.
Sviðstjóra falið að óska eftir tilskildum leyfum til borunar á þessum stöðum og að ræða við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða um framkvæmd borunar.
5.Ísland ljóstengt 2018 v/ umsóknir
Málsnúmer 1709011Vakta málsnúmer
Farið var yfir styrkúthlutun úr verkefninu Ísland Ljóstengt fyrir árið 2018.
Veitunefnd leggur til að styrkúthlutun fyrir árið 2018 verði nýtt í ljósleiðaratengingar í Efribyggð og á Reykjaströnd.
Sviðstjóra faið að undirbúa útboð á verkinu.
Veitunefnd leggur til að styrkúthlutun fyrir árið 2018 verði nýtt í ljósleiðaratengingar í Efribyggð og á Reykjaströnd.
Sviðstjóra faið að undirbúa útboð á verkinu.
6.Samningur við Mílu vegna uppbyggingu ljósleiðarakerfis í dreifbýli
Málsnúmer 1801270Vakta málsnúmer
Lögð voru fyrir drög að rammasamningi við Mílu vegna uppbyggingar ljósleiðaratenginga í dreifbýli í tengslum við Ísland Ljóstengt.
Fundi slitið - kl. 12:30.
Unnið er að frágangi við dælu- og borholuhús og loftskilju í landi Hverhóla þessa dagana. Stefnt er að því að hleypa heitu vatni á stofnlögn um mánaðarmótin febrúar / mars.