Veitunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fyrirspurn um ljósleiðaravæðingu
Málsnúmer 1803071Vakta málsnúmer
2.Ísland ljóstengt 2018 - útboðsverk
Málsnúmer 1804030Vakta málsnúmer
Lögð voru fyrir drög að útboðslýsingu og tilboðsskrá vegna lagningu ljósleiðara í Efri-Byggð og á Reykjaströnd.
Sviðstjóra falið að bjóða út verkið á grundvelli fyrirliggjandi útboðsgagna.
Sviðstjóra falið að bjóða út verkið á grundvelli fyrirliggjandi útboðsgagna.
3.Hitaveita - nýframkvæmd í Lýtingsstaðahreppi 2016 og 2017.
Málsnúmer 1602183Vakta málsnúmer
Farið var yfir stöðu hitaveituframkvæmda í Lýtingsstaðahreppi.
Lokið er við að leggja hitaveitulögn yfir Vestari Jökulsá á milli Goðdala og Bjarnastaðahlíðar og er þá lagningu allra hitaveitulagna lokið.
Unnið er að tengingu á dælum og stýringum í dælustöð og er gert ráð fyrir að byrjað verði að dæla inn á stofnlögn á næstu dögum.
Lokið er við að leggja hitaveitulögn yfir Vestari Jökulsá á milli Goðdala og Bjarnastaðahlíðar og er þá lagningu allra hitaveitulagna lokið.
Unnið er að tengingu á dælum og stýringum í dælustöð og er gert ráð fyrir að byrjað verði að dæla inn á stofnlögn á næstu dögum.
4.Hitaveita Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadalur
Málsnúmer 1710178Vakta málsnúmer
Lagðar voru fyrir frumniðurstöður efnagreiningar á vatnssýni úr borholu á Reykjarhól á Bökkum.
Efnagreiningin er unnin af ÍSOR.
Nánar verður gerð grein fyrir niðurstöðum efnagreininga þegar þeim er lokið.
Efnagreiningin er unnin af ÍSOR.
Nánar verður gerð grein fyrir niðurstöðum efnagreininga þegar þeim er lokið.
5.ÍSOR - verkefni fyrir Skagafjarðarveitur 2018
Málsnúmer 1804031Vakta málsnúmer
Lögð var fyrir áætlun um vinnslueftirlit fyrir Skagafjarðarveitur árið 2018 frá ÍSOR.
Veitunefnd samþykkir að framkvæma vinnslueftirlit samkvæmt áætluninni.
Veitunefnd samþykkir að framkvæma vinnslueftirlit samkvæmt áætluninni.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Sviðstjóra falið að svara erindinu.