Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

63. fundur 15. október 2019 kl. 13:00 - 14:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Hitaveita - Hofsós að Neðri Ási og Ásgarði - verkframkvæmd

Málsnúmer 1904025Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu framkvæmda við lagningu hitaveitu frá Hofsósi að Neðra Ási og Ásgarði.
Lagningu stofnlagna er lokið og vinna við heimtaugar hafin. Lokið er við lagningu heimtauga að Neðra Ási, Ásgarðsbæjunum og að Smiðsgerði. ð

2.Heimtaugar í drefibýli

Málsnúmer 1910096Vakta málsnúmer

Farið var yfir erindi frá Högna Elfari Gylfasyni varðandi heimtaugagjöld í dreifbýli fyrir hús sem liggja utan nýframkvæmdasvæða.
Sviðstjóra falið að taka saman yfirlit yfir hvernig þessum málum er háttað hjá sambærilegum veitufyrirtækjum.

3.Skagafjarðarveitur - framkvæmdaáætlun

Málsnúmer 1910097Vakta málsnúmer

Farið var yfir mögulegar nýframkvæmdir Skagafjarðarveitna á næsta ári.
Sviðstjóra falið að vinna tillögu fyrir framkvæmdir næsta árs og leggja fram á næsta fundi.

4.Fjárhagsáætlun 2020 - Skagafjarðarveitur

Málsnúmer 1910113Vakta málsnúmer

Farið var yfir ramma fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020. Drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verður lögð fyrir á næsta fundi veitunefndar.

Fundi slitið - kl. 14:30.