Fara í efni

Veitustjórn

3. fundur 21. júlí 1998 kl. 16:00 Hótel Varmahlíð

Ár 1998, miðvikudagur 21. júlí, kom veitustjórn saman til fundar á Hótel Varmahlíð kl. 16,00.

Mættir voru: Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Snorri Styrkársson, Ingimar Ingimarsson og Einar Gíslason auk Páls Pálssonar, veitustjóra og Sigurðar Ágústs­sonar, rafveitustjóra, sem ritar fundargerð.


Dagskrá:

  1. Norðlensk orka.
  2. Önnur mál: Lögn hitaveitu í Borgarsveit.
  3. Vettvangsskoðun í Varmahlíð og Steinsstöðum.


Afgreiðslur:

1. Árni Egilsson, form. gerði grein fyrir þremur fundum með forsvarsmönnum  Skagfirskrar orku samkvæmt 2. dagskrárlið síðasta fundar.

Ekki liggur fyrir samkomulag um fyrirkomulag og undirbúning að stofnun Norðlenskrar orku.

Fyrirhugaður er fundur fulltrúa frá sveitarfélaginu Skagafirði með hreppsnefnd Akrahrepps fimmtudag 22. júlí.

2. Framkvæmdir við hitaveitulögn í Borgarsveit hófst mánudag 20. júlí, en skrifað var undir samning við verktakann, Símon Skarphéðinsson, þann dag.

3. Skoðuð var dælustöð í Varmahlíð og nýja borholan á Reykjarhóli, í fylgd Brynleifs Tobíassonar.

Þá var farið í Steinsstaði og hitaveitukerfið þar skoðað undir leiðsögn Elínar Sigurðardóttur.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.


Sigurður Ágústsson

Sigrún Alda Sighvats

Árni Egilsson

Einar Gíslason

Páll Pálsson

Ingimar Ingimarsson

Snorri Styrkársson