Veitustjórn
Ár 1998, miðvikudaginn 2. september, kom veitustjórn saman á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1600. Mætt voru: Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Ingimar Ingimarsson, Einar Gíslason og Snorri Styrkársson. Auk þeirra sátu fundinn Páll Pálsson, veitustjóri og Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. Norðlensk orka.
2. Styrkur til jarðhitaleitar.
3. Staða framkvæmda:
a) Hitaveituframkvæmdir í Borgarsveit og Varmahlíð.
b) Vatnsveitumál á Hofsósi.
c) Affall hitaveitu, Steinsstöðum.
4. Sölufyrirkomulag á heitu vatni í sveitum.
5. Innheimta heimæðagjalda og greiðslufyrirkomulag.
6. Starfsmannamál.
7. Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Formaður gerði grein fyrir stöðu mála varðandi stofnun Norðlenskrar orku.
Veitustjórn leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjórn kjósi einn fulltrúa í samráðsnefnd til undirbúnings virkjunarframkvæmda við Villinganes.
2. Lagt fram bréf frá “Átaki um jarðhitaleit á köldum svæðum”, dags. 7. ágúst sl. Í bréfinu kemur fram að Hitaveitu Skagafjarðar hefur verið veittur styrkur að upphæð kr. 2.000.000 til hitastigulsborana.
Fylgir bréfinu samkomulag um verkefnið sem áætlað er að kosti alls kr. 4.000.000.
Veitustjórn samþykkir að fela veitustjóra að skrifa undir samkomulagið f.h. Hitaveitu Skagafjarðar.
3. a) Veitustjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda Hitaveitunnar í Borgarsveit og Varmahlíð.
Sigrún Alda Sighvats leggur eftirfarandi tillögu fram:
“Í ljós hefur komið að Rarik lagði rafmagnsstreng með hitaveitulögn Hitaveitu Skagafjarðar án samþykkis Veitustjórnar.
Samþykki Veitustjórnar Skagafjarðar skal liggja fyrir áður en rafmagnsstrengurinn verður tekinn í notkun.”
Rökstuðningur tillögunnar: Hugsanlega gæti verið um tæringu að ræða í hitaveitulögninni vegna segulsviðs, sem kemur frá háspennustrengjum. Því þarf að tryggja Hitaveitu Skagafjarðar gegn ófyrirsjáanlegu tjóni.
Fram kom við umræður um málið að Veitustjóri hafði heimilað Rarik að leggja rafmagnsstrenginn að höfðu samráði við hönnuð verksins.
Tillaga Sigrúnar Öldu borin upp og felld með þrem atkvæðum gegn einu. Snorri Styrkársson situr hjá við afgreiðsluna.
b) Gerð grein fyrir ástandi vatnsveitukerfis á Hofsósi, en samkvæmt fjárhagsáætlun Hofshrepps var veitt fé til endurnýjunar.
Munu þær framkvæmdir hefjast bráðlega.
c) Veitustjóra falið að gera úttekt á hitaveitu á Steinsstöðum.
4. Veitustjóri kynnti tillögur að sölufyrirkomulagi á heitu vatni í sveitum. Ákvörðun frestað til næsta fundar.
5. Veitustjóra og sveitarstjóra falið að vinna tillögu um greiðslufyrirkomulag fyrir næsta fund.
6. Frestað til næsta fundar.
7. a) Formanni og veitustjóra falið að ræða við Vatnsveitufélagið í Varmahlíð um vatnsveitu í Varmahlíð.
b) Veitustjórn samþ. að Páll Pálsson, veitustj., sæki ráðstefnu um Vatnsveitur í Amsterdam 22. til 25. sept. n.k.
c) Kynntur bæklingurinn Hitamenning, sem fjallar um bætta húshitun og lækkun húshitunarkostnaðar.
Fleira ekki gert og fundarg. samþ. Fundi slitið.
Ingimar Ingimarsson
Páll Pálsson
Sigrún Alda Sighvats
Snorri Björn Sigurðsson
Árni Egilsson
Einar Gíslason
Snorri Styrkársson