Fara í efni

Veitustjórn

10. fundur 25. nóvember 1998 Skrifstofa Skagafjarðar

Ár 1998 miðvikudaginn 25.nóv kom veitustjórn saman á skrifstofu Skagafjarðar.

Mætt voru:  Form. Árni Egilsson, ásamt Sigrúnu Öldu Sighvats., Ingimar Ingimarsson, Einar Gíslason og Snorri Styrkársson ásamt veitustjórunum Páli Pálssyni og Sigurði Ágústssyni.

 

Dagskrá:

  1. Tilboð í hagkvæmisathugun á sameiningu veitna.
  2. Bréf v/Lindargötu 3 “Tindastóll”.
  3. Önnur  mál.
    a) Innheimta hita-og vatnsveitugjalda.
    b) Vatnsveitufélag Varmahlíðar.
    c) Heitavatnsboranir “út að austan”.

 

Afgreiðslur:

1. Rafveitustjóri gerði grein fyrir þeim þremur “tilboðum” sem borist hafa í verkefnið.  Þeir sem bjóða eru: 

Verkfræðistofan Afl í Reykjavík

 P.W. Coopers í Reykjavík 

Rekstur og ráðgjöf Reykjavík. 

Veitustjórn samþykkir að ganga til samninga við Verkfræðistofuna Afl og felur veitustjórunum að hefjast handa.

2. Málinu frestað.

3. Önnur mál.

a)  Rætt um innheimtumál veitna.

b)  Vatnsveitumál í Varmahlíð rætt í þaula.

 c)  Formaður og veitustjóri gerðu grein fyrir borun eftir heitu vatni “út að austan”.   Búið er að bora 5 holur, verkið gengur vel og kostnaður innan marka en niðurstöður liggja ekki fyrir á þessari stundu.

 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.

 
Snorri Styrkársson                                                   

Sigurður Ágústsson

Einar Gíslason                                                                     

Páll Pálsson

Ingimar Ingimarsson

Sigrún Alda Sighvats.

Árni Egilsson