Fara í efni

Veitustjórn

12. fundur 13. janúar 1999 Skrifstofa Skagafjarðar

 Ár 1999, miðvikudagur 13. jan.  Fundarstaður skrifstofa Skagafjarðar.

Mætt voru undirrituð.

 

Dagskrá:

  1. Umræða um fjárhagsáætlun rafveitu.
  2. Umræða um fjárhagsáætlun hitaveitu.
  3. Umræða um fjárhagsáætlun vatnsveitu.
  4. Vatnssamningur hitaveitu v/Máka hf. (bréf frá Máka).
  5. Innheimtumál hita- og vatnsveitu.
  6. Tilraunaboranir v/hitaveitu á Hofsósi.
  7. Vinna v/sameiningu veitna.
  8. Önnur mál.

 

Formaður setti fundinn.

 

Afgreiðslur:

1. Rafveitustjóri lagði fram drög að fjárhagsáætlun fyrir R.S. 1999 og gerði grein fyrir henni.

2. Veitustjóri lagði fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun Hitaveitu Skagafjarðar og gerði grein fyrir henni.

3. Veitustjóri lagði fram drög að fjárhagsáætlun vatnsveitu og gerði grein fyrir henni.

4. Borist hefur bréf frá Máka hf. dags. 12.01.1999 með ósk um framlengingu á óbreyttum vatnssölusamningi til 1. jan árið 2000.  Veitustjórn samþykkir þessa ósk samhljóða.

5. Rætt um breytingu á fyrirkomulagi á innheimtu Hita- og vatnsveitu á þann veg að Rafveitan taki innheimtuna að sér.  Málinu frestað.

6. Borist hefur greinagerð frá Orkustofnun dags. 13.01.1999 undirrituð af Kristjáni Sæmundssyni.  Málið kynnt.

7. Rætt um gang mála í samb. við vinnu að sameiningu veitna.  Rafveitustjóri upplýsti að málinu miðaði vel.

8. Önnur mál – engin.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.

 

Snorri Styrkársson                                                               

Sigurður Ágústsson

Einar Gíslason                                                                                 

Páll Pálsson

Ingimar Ingimarsson

Sigrún Alda Sighvats

Árni Egilsson