Veitustjórn
Ár 1999, fimmtudagur 11. febrúar. Mætt voru undirrituð.
Dagskrá:
- Fjárhagsáætlun Rafveitu Sauðárkróks – fyrri umræða.
- Fjárhagsáætlun Hitaveitu Skagafjarðar – fyrri umræða.
- Fjárhagsáætlun Vatnsveitu – fyrri umræða.
- Bréf frá Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar.
- Innheimtumál Hita- og vatnsveitu.
- Bréf frá Þórhalli Þorvaldssyni starfsm. Hita- og vatnsveitu.
- Vinna v/sameiningu veitna.
- Önnur mál.
Formaður setti fundinn.
Afgreiðslur:
1. Rafveitustjóri lagði fram fjárhagsáætlun rafveitu fyrir árið 1999 og skýrði hana. Tekjuliður er kr. 121.850.000.- Gjaldaliður er kr. 113.550.000.- Til fjárfestinga kr. 8.300.000.- Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
2. Veitustjóri lagði fram fjárhagsáætlun Hitaveitu Skagafjarðar fyrir árið 1999 og skýrði hana. Tekjuliður er kr. 71.900.000.- Gjaldaliður er kr. 30.110.000.- Til eignabreytinga kr. 41.790.000.- frá rekstri og lántöku kr. 17.760.000.- Áætluð tengigjöld kr. 15.000.000.- Fjárfestingar alls kr. 74.550.000.- Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
3. Veitustjóri lagði fram fjárhagsáætlun Vatnsveitu fyrir árið 1999 og skýrði hana. Tekjuliður er kr. 23.200.000.- Gjaldaliður kr. 10.580.000.- Til eignabreytinga kr. 12.620.000.- Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
4. Borist hefur bréf frá Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar dags. 10. jan. 1999, með ósk um móttöku í dælustöð hitaveitu fyrir gesti landssambandsfundar. Veitustjórn samþykkir að verða við þessari ósk.
5. Veitustjórn samþykkir að Rafveita Sauðárkróks taki að sér að sjá um aflestur mæla, útgáfu og innheimtu orkureikninga fyrir Hita- og vatnsveitu.
6. Borist hefur bréf frá Þórhalli Þorvaldssyni starfsm. Hita- og vatnsveitu dags. 23. jan. 1999 með ósk um árs leyfi frá störfum, launalaust. Veitustjórn samþykkir þessa ósk.
7. Rafveitustjóri og veitustjóri skýrðu frá stöðu mála vegna vinnu við athugun á sameiningu veitna. Verklok eru áætluð í lok feb. mánaðar.
8. Önnur mál. Engin.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
Snorri Styrkársson
Sigurður Ágústsson
Einar Gíslason
Páll Pálsson
Ingimar Ingimarsson
Sigrún Alda Sighvats
Árni Egilsson