Veitustjórn
Ár 1999, miðvikudagur 14. apríl. Fundarstaður Skrifstofa Skagafjarðar.
Mættir voru undirritaðir.
DAGSKRÁ:
- Bréf frá Símoni Skarphéðinssyni.
- Bréf frá Rarik (var frestað 4. mars sl.).
- Skýrsla um sameiningu veitna.
- Önnur mál.
Formaður setti fundinn.
AFGREIÐSLUR:
1. Til fundar var mættur Símon Skarphéðinsson verktaki til að fylgja úr hlaði bréfi sem hann sendi veitustjórn, dags. 29.03.1999 og fjallar um verkefni við hitaveitulögn sumarsins í Skagafirði. Hann gerði nánar grein fyrir afstöðu sinni og undirverktakanna. Síðan vék hann af fundi. Afgreiðslu erindisins frestað.
2. Til fundar er mættur Bragi Þór frá Verkfræðistofunni Stoð. Til umræðu er bréf frá Rarik dags. 22. feb. 1999, hafði afgreiðslu bréfsins verið frestað á fundi veitustjórnar 4. mars sl. Veitustjórn samþykkir að verða við ósk Rarik um samstarf um lagnir á milli Marbælis og Birkihlíðar í sumar.
3. Fram eru lögð þriðju drög að skýrslu um “athugun á sameiningu orku- og vatnsveitna í Skagafirði”.
4. Önnur mál.
a) Formaður veitustjórnar gerði grein fyrir störfum samstarfsnefndar um virkjun við Villinganes.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Árni Egilsson
Sigurður Ágústsson
Lárus Dagur Pálsson
Páll Pálsson
Ingimar Ingimarsson
Bjarni R. Brynjólfsson
Snorri Styrkársson