Fara í efni

Veitustjórn

17. fundur 05. maí 1999 kl. 17:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Ár 1999, miðvikudag 5. maí kom veitustjórn saman á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1700.

Mættir voru:  Árni Egilsson formaður, aðalmennirnir Einar Gíslason, Ingimar Ingimarsson og Snorri Styrkársson, varamaður Páll Ragnarsson, ásamt Sigurði Ágústssyni og Páli Pálssyni.

 

DAGSKRÁ:

  1. Héraðsvötn ehf.
  2. Umsögn um ný orkulög (drög að frumvarpi).
  3. Vorfundur Samorku.
  4. Skýrsla um sameiningu veitna.
  5. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Formaður lagði fram samþykktir, stofnsamning og hluthafasamning fyrir einkahlutafélagið Héraðsvötn.  Hluthafasamningur þessi var undirritaður á stofnfundi í Varmahlíð 30. apríl sl.  Formaður kynnti hluthafasamninginn og bar hann upp til samþykktar.  Hann var samþykktur með 4 atkvæðum gegn einu atkvæði Páls Ragnarssonar sem gerði grein fyrir afstöðu sinni.

2. Rafveitustjóri lagði fram umsögn um drög að nýjum orkulögum.  Veitustjórn samþykkir að fela rafveitustjóra og formanni veitustjórnar að senda framlagða umsögn.  Snorri Styrkársson sat hjá við samþykkt þessa.

3. Veitustjórn kynnti dagskrá vorfundar Samorku sem haldinn verður á Akureyri 27.-28. maí.  Veitustjórn samþykkir að veitustjórar og þeir veitustjórnarmenn sem sjá sér fært sæki fundinn.

4. Lögð eru fram þriðju drög greinargerðar um sameiningu veitna.  Drögin rædd og yfirfarin.  Veitustjórn er sammála um að halda fund um málefnið með Jóni Vilhjálmssyni ráðgjafa í viku nr. 20 og boða sveitarstjórn á þann fund.

5. Önnur mál.  Engin.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.

 

Árni Egilsson                                                           

Sigurður Ágústsson

Einar Gíslason                                                                      

Páll Pálsson

Ingimar Ingimarsson

Snorri Styrkársson

Páll Ragnarsson