Veitustjórn
Kl. 1600 fimmtudaginn 10. júní 1999 kom veitustjórna saman á skrifstofu Skagafjarðar að Faxatorgi 1 á Sauðárkróki.
Mætt voru: Árni Egilsson formaður, Einar Gíslason varaformaður, Sigrún Alda Sighvats ritari, meðstjórnendurnir Ingimar Ingimarsson og Snorri Styrkársson.
Einnig voru mættir veitustjórarnir Páll Pálsson og Sigurður Ágústsson ásamt Braga Þór ráðgjafa.
DAGSKRÁ:
- Vinnuútboð Hitaveitu (Marbæli-Birkihlíð) Bragi Þór ráðgjafi kemur á fundinn.
- Gjaldskrárbreyting hjá Rafveitu.
- Bréf frá formanni atvinnu- og ferðamálanefndar.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Tilboð í verkið “Hitaveita Skagafjarðar vinnuútboð 1999” var opnað 9. júní sl. að Borgarteig 15. Sex tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum:
Símon Skarphéðinsson Sauðárkróki 26.104.011.- 77,4%
Árvirki ehf. Blönduósi 27.806.048.- 82,4%
Steypustöð Skagafjarðar Sauðárkóki 28.949.419.- 85,8%
Vöggur ehf. Fáskrúðsfirði 37.576.221.- 111,4%
EP vélar Mosfellsbæ 54.485.400.- 161,5%
Rafmagnsverkstæði Birgis R.vík 57.228.300.- 169,6%
Kostnaðaráætlun ráðgjafa var 33.734.000.-
Tilboðsupphæðirnar eru yfirfærðar og leiðréttar af ráðgjafa og er virðisaukaskattur innifalinn í upphæðunum. Veitustjóri og ráðgjafi yfirfóru tilboðin og útskýrðu. Veitustjórn samþykkir einróma að ganga til samninga við lægstbjóðanda Símon Skarphéðinsson og felur veitustjóra samningagerð.
Vék þá Bragi Þór af fundi.
2. Rafmagnsveitur ríkisins hafa tilkynnt um 3% hækkun á heildsöluverði rafmagns. Veitustjórn samþykkir að gjaldskrá rafveitu hækki um 3% að meðaltali. Nauðsynlegt er að breyta innbyrgðis uppbyggingu gjaldskrárinnar og taka upp fastagjöld, því kemur 3% hækkunin ekki á hvern lið hennar heldur verður um 3% meðaltalshækkun að ræða.
Taxtar A-1 og B-1 verða sameinaðir sem liður A-1 og gjöldin verða kr. 6,97 á kwh og fastagjald kr. 2.000 á ári.
Taxti C-1 verður 6,97 á kwh og fastagjald kr. 12.000 á ári.
Á taxta D-1 , D-2 og D-3 leggjast 2.000 kr. fastagj. á ári, en orkan hækkar um 3%.
Í ljósi þess að heildsöluaðilar raforku hafa ákveðið að hefja gjaldtöku á s.k. launafli/launorku þá samþykkir veitustjórn að inn í gjaldskrá rafveitu komi eftirfarandi liður:
“Heimilt er að ákveða sérstakt gjald fyrir launafl hjá raforkunotendum, ef fráviksstuðull er að meðaltali lægri en 0,9 í tilteknum mánuði. Ef stuðullinn er lægri en 0,9 er rafveitunni heimilt að krefjast 2% viðbótarorkugjalds fyrir hvern hundraðshluta sem fráviksstuðullinn er lægri en 0,9”.
Þess má geta að gjaldskrá rafveitu hefur ekki tekið breytingum síða 1.11.1991.
3. Lagt fram bréf frá atvinnu- og ferðamálanefnd dags. 20.05.1999 varðandi bílaplan (bílaþvottaplan) á Steinsstöðum. Veitustjórn samþykkir að fela veitustjóra í samráði við tæknideild að leysa málið.
4. Önnur mál.
a) Aðalfundur Máka verður 23.06.1999 að Lambanesreykjum. Veitustjórn samþykkir að veitustjórnarfulltrúar fari hlutfallslega með atkvæði hitaveitunnar á fundinum.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
Árni Egilsson
Sigurður Ágústsson
Sigrún Alda Sighvats
Páll Pálsson
Ingimar Ingimarsson
Einar Gíslason
Snorri Styrkársson