Fara í efni

Veitustjórn

20. fundur 24. júní 1999 kl. 11:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Fimmtudaginn 24. júní 1999, kl. 1100 kom veitustjórn saman á skrifstofu Skagafjarðar að Faxatorgi á Sauðárkróki.

Mætt voru:  Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Ingimar Ingimarsson, Snorri Styrkársson og Páll Sighvatsson ásamt Páli Pálssyni og Sigurði Ágústssyni.

 

DAGSKRÁ:

  1. Ný reglugerð og gjaldskrá Hitaveitu Skagafjaðar (fyrri umræða).
  2. Önnur mál.

 

Árni Egilsson formaður setti fundinn.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Lögð er fram ný reglugerð fyrir Hitaveitu Skagafjarðar.  Veitustjóri rakti aðdraganda þess að þörf væri fyrir endurnýjun á reglugerð veitunnar, en gildandi reglugerð er frá 1971 og er fyrir Hitaveitu Sauðárkróks eingöngu. 

Veitustjóri lagði fram nýja gjaldskrá fyrir Hitaveitu Skagafjarðar sem hefur stoð í hinni hýju reglugerð.  Veitustjórn ræddi framlagða reglugerð og gjaldskrá og samþykkti að vísa reglugerðinni til sveitastjórnar til fyrri umræðu. 

Afgreiðslu gjaldskrárinnar er frestað.

2. Önnur mál.

a) Veitustjóri lagði fram bréf tæknistjóra Rarik á Norðurlandi vestra dags. 23.06.1999 um samvinnu Rarik og Hitaveitu Skagafjarðar við lagnir rafstrengs og hitaveituæðar milli Birkihlíðar og Marbælis. 

Erindinu er hafnað og veitustjóra falið að hefja viðræður við Rarik um kostnaðarskiptingu á greftri.

b) Rafveitustjóri sagði frá fyrsta fundi stjórnar Héraðsvatna ehf. sem fram fór á Akureyri 14. júní sl.

 

Fleira ekki gert, fundargerðin upplesin og samþykkt.

 

Árni Egilsson                                                           

Sigurður Ágústsson

Sigrún Alda Sighvats                                               

Páll Pálsson

Ingimar Ingimarsson

Páll Sighvatsson

Snorri Styrkársson