Veitustjórn
Miðvikudaginn 6. okt. 1999 kom veitustjórn saman til fundar kl. 1630 á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Árni Egilsson, Sigrún Sighvats, Einar Gíslason, Ingimar Ingimarsson, Sigurður Ágústsson og Páll Pálsson.
DAGSKRÁ:
- Málefni Héraðsvatna ehf.
- Staða framkvæmda hita- og vatnsveitu.
- Bréf frá Ræðuklúbbi Sauðárkróks.
- Móttaka gesta.
- Önnur mál.
Árni Egilsson formaður setti fundinn.
AFGREIÐSLUR:
1. Sigurður Ágústsson gerði grein fyrir framgangi mála við undirbúning að Villinganesvirkjun.
2. Páll Pálsson gerði grein fyrir framkvæmdum og rekstri veitnanna miðað við 30. sept. og samanburð við fjárhagsáætlanir. Framkvæmdir og rekstur eru undir áætlunum.
3. Borist hefur bréf frá Ræðuklúbbi Sauðárkróks dags. 15. sept. 1999. Óskað er eftir að Hitaveita Skagafjarðar styrki fyrirhugaða ráðstefnu um jarðhita sem haldin verði á Sauðárkróki 15. okt. nk. um kr. 150.000.-
Veitustjórn samþykkir að verða við þessari beiðni.
4. Rætt um móttöku gesta almennt í dælustöð Hitaveitu Skagafjarðar.
5. Önnur mál eru engin.
Fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið.
Árni Egilsson
Sigurður Ágústsson
Sigrún Alda Sighvats
Páll Pálsson
Ingimar Ingimarsson
Einar Gíslason