Veitustjórn
Fimmtudag 27. janúar árið 2000 kom veitustjórn saman á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagafjarðar kl. 815.
Mætt voru: Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Ingimar Ingimarsson, Einar Gíslason, Snorri Styrkársson, Sigurður Ágústsson og Páll Pálsson.
DAGSKRÁ:
- Hækkun hitaveitugjalda (fastagjald)
- Fjárhagsáætlun rafveitu fyrir árið 2000.
- Fjárhagsáætlun hitaveitu fyrir árið 2000.
- Fjárhagsáætlun vatnsveitu fyrir árið 2000.
- Bréf frá Iðnaðarráðuneyti vegna umsóknar um styrk vegna nýrra hitaveitna.
- Málefni Máka hf. (bréf frá stjórnarform. og samn. um heitt vatn).
- Önnur mál.
Árni Egilsson form. stjórnar setti fundinn.
AFGREIÐSLUR:
1. Lagt er til að frá 1. febr. verði tekin upp á hemla fastagjöld hjá hitaveitu, kr. 200 á mánuði. Jafnframt verði mælaleiga lækkuð úr kr. 410 í kr. 200 á 1/2" og 3/4" mæla. Þá er lagt til að gjaldskráin í heild hækki um 5% frá 1. apríl árið 2000. Veitustjórn samþykkir tillöguna með 4 atkvæðum gegn einu atkvæði Sigrúnar Öldu Sighvats sem leggst gegn gjaldskrárhækkuninni, en er samþykk upptöku fastagjalda á hemla og lækkun mælaleigu.
2. Rafveitustjóri lagði fram fjárhagsáætlun Rafveitu Sauðárkróks fyrir árið 2000, með tekjulið kr. 129.400.000. Gjaldaliður kr. 120.800.000 og til framkvæmda/fjárfestinga kr. 8.600.000. Snorri Styrkársson leggur fram breytingatillögu þess efnis að rekstrarliður fyrir bifreiðina K-1905 verði lækkaður úr 1.500.000 í 200.000. Tillagan er felld með 4 atkvæðum gegn einu. Fjárhagsáætlunin er samþykkt með 4 atkvæðum. Snorri Styrkársson tekur fram að hann taki afstöðu til fjárhagsáætlunarinnar á fundi sveitarstjórnar. Veitustjórn vísar fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.
3. Hitaveitustjóri lagði fram fjárhagsáætlun fyrir Hitaveitu Skagafjarðar fyrir árið 2000. Tekjuliður er kr. 74.500.000. Gjaldaliður kr. 45.650.000. Afgjald til sveitarsjóðs kr. 13.000.000. Til eignabreytinga koma kr. 29.950.000 frá rekstri. Fjárhagsáætlun er samþykkt með 4 atkvæðum. Sigrún Alda Sighvats tekur fram að hún taki afstöðu til áætlunarinnar á fundi sveitarstjórnar. Veitustjórn vísar fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.
4. Vatnsveitustjóri lagði fram fjárhagsáætlun vatnsveitu Skagafjarðar fyrir árið 2000. Tekjuliður áætlast kr. 28.440.000. Gjaldaliður kr. 20.660.000. Til eignabreytinga kr. 17.930.000. Afgjald til sveitarsjóðs kr. 10.000.000. Veitustjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun samhljóða og vísar henni til seinni umræðu í sveitarstjórn.
5. Veitustjóri kynnti bréf frá Iðnaðarráðuneyti dags. 13. jan. 2000 um niðurgreiðslustyrki til tenginga hitaveituheimæða á svæðum sem notið hafa niðurgreiðslna á rafmagni. Veitustjórn samþykkir að fela formanni og veitustjóra að semja tillögur að úthlutunarreglum og leggja fyrir næsta fund veitustjórnar.
6. Borist hefur bréf frá Máka hf., dags. 30.12.1999, undirritað af stjórnarformanni Haraldi Haraldssyni. Bréfið varðar hlutafjáraukningu í hlutafélaginu og þáttöku Hitaveitu Skagafjarðar í henni. Veitustjórn samþykkir að taka þátt í hlutafjáraukningu að upphæð kr. 2.000.000 að nafnvirði (þ.e. kr. 4.000.000) á genginu 2. Formanni er falið í samráði við sveitarstjóra að svara bréfi Máka hf.
7. Önnur mál - frestað.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1005.
Snorri Styrkársson
Sigurður Ágústsson
Ingimar Ingimarsson
Páll Pálsson
Sigrún Alda Sighvats
Árni Egilsson
Einar Gíslason