Veitustjórn
Þriðjudag 28. mars árið 2000 kom veitustjórn saman á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagafjarðar kl. 16.00.
Mætt voru: Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Ingimar Ingimarsson, Einar Gíslason, Ingvar Guðnason, Sigurður Ágústsson og Páll Pálsson.
DAGSKRÁ:
- Íslandsnet – nefndarálit um stofnun landsnets.
- Ósk Kaupfélags Skagfirðinga um sammælingu rafmagns. Viggó Jónsson mætir á fundinn.
- Skýrsla um hita – og segulmælingar umhverfis jarðhitasvæðið á Steinsstöðum.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Rafveitustjóri lagði fram upplýsingar um tillögur nefndar um nýskipan á fyrirkomulagi raforkuflutnings eftir meginflutningslínukerfinu. Gert er ráð fyrir að stofnað verði nýtt sjálfstætt fyrirtæki sem annist þennan þátt raforkukerfisins í framtíðinni.
2. Viggó Jónsson, Örn Kjartansson, Rögnvaldur Guðmundsson og Álfur Ketilsson starfsmenn Kaupfélags Skagfirðinga komu nú til fundar.
Viggó Jónsson hafði orð fyrir gestunum og lagði fram ósk um að viðskipti nokkura fyrirtækja K.S. fengju sammælingu á sínum raforkuviðskiptum.
Skoðanaskipti voru hreinskiptin og ítarleg.
Viku gestir síðan af fundi.
Veitustjórn felur rafveitustjóra að hefja viðræður við fulltrúa K.S. um raforkuviðskipti fyrirtækjanna.
3. Veitustjóri lagði fram skýrslu hita–og segulmælingar umhverfis jarðhitasvæði á Steinsstöðum.
4. Önnur mál:
a) Boðað er til aðalfundar í hlutafélaginu Hring 12.apríl nk. kl.16.
Samþykkt að veitustjórnarfulltrúar sæki fundinn og fari hlutfallslega með afl atkvæða.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.18.35
Árni Egilsson
Sigurður Ágústsson
Sigrún Alda Sighvats
Páll Pálsson
Einar Gíslason
Ingimar Ingimarsson
Ingvar Guðnason