Veitustjórn
Miðvikudag 25. maí árið 2000 kom veitustjórn saman á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagafjarðar kl. 1700.
Mætt voru: Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Ingimar Ingimarsson, Einar Gíslason, Ingvar Guðnason, Sigurður Ágústsson , Páll Pálsson og Kristján Jónasson endurskoðandi.
DAGSKRÁ:
- Ársreikningar veitna fyrir árið 1999, fyrri umræða.
- Samningur við eigendur Engihlíðar v/Hofsós.
- Framhaldsviðræður milli Rafveitu Sauðárkróks og KS um sammælingu raforkukaupa.
- Bréf frá byggðarráði v/fasteigna við Vegamót í Varmahlíð.
- Bréf frá Búhöldum.
- Umsóknir v/styrkja til breytinga á hitakerfum húsa eftir tengingu við nýja hitaveituleggi.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Veitustjórn samþykkir að vísa ársreikningi Rafveitu Sauðárkróks fyrir árið 1999 til byggðarráðs og fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Rekstrartekjur eru kr. 124.115.672
Rekstrargjöld eru kr. 130.064.820
Fjármunatekjur kr. 1.986.908
Tap ársins kr. 3.962.240
Skuldir og eigið fé kr. 189.882.098
Veitustjórn samþykkir að vísa ársreikningi Vatnsveitu Skagafjarðar fyrir árið 1999 til byggðarráðs og fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Rekstrartekjur eru kr. 23.907.499
Rekstrargjöld eru kr. 14.213.523
Fjármunatekjur/(gjöld) (313.271)
Hagnaður ársins kr. 9.380.705
Skuldir og eigið fé kr. 87.049.767
Veitustjórn samþykkir að vísa ársreikningi Hitaveitu Skagafjarðar fyrir árið 1999 til byggðarráðs og fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Rekstrartekjur eru kr. 73.892.509.
Rekstrargjöld eru kr. 43.887.406.
Fjármunatekjur /(gjöld) (2.124.619)
Hagnaður ársins kr. 27.880.484.
Skuldir og eigið fé kr.307.219.629.
Hér yfirgaf endurskoðandi fundinn.
2. Veitustjóri gerði grein fyrir samningi milli vatnsveitunnar og eiganda Engihlíðar á Höfðaströnd vegna vatnsréttinda og byggingar vatnstanks fyrir veituna á Hofsósi. Veitustjórn samþykkir framlagðan samning dags. 3.maí 2000.
3. Rafveitustjóri gerði grein fyrir fundi með tveimur fulltrúum frá K.S. um sammælingarviðskipti raforku og lagði fram minnispunkta. Í ljósi framlagðra upplýsinga sér veitustjórn sér ekki fært að verða við ósk um sammælingu. Veitustjórn er tilbúin til frekari viðræðna um viðskipti milli fyrirtækjanna.
4. Tekið fyrir bréf sem byggðarráð vísaði til veitustjórnar 3.apríl. Bréfið er frá eigendum fasteignarinnar Vegamót við Varmahlíð, ódagsett. Um er að ræða lóðarfrágang og umhverfi. Veitustjórn felur veitustjóra að vinna að málinu.
5. Borist hefur bréf frá Búhöldum dags. 23.maí um afslátt á heimtaugagjöldum í fyrirhugaðar byggingar á Sauðárhæð. Veitustjórn frestar ákvörðunartöku og felur veitustjórum að leita eftir hvort fordæmi um slíkt sé hjá öðrum sveitarfélögum.
6. Veitustjóri gerði grein fyrir umsóknum um styrki vegna breytinga á hitakerfum húsa eftir tengingu við nýja hitaveitu. Veitustjórn felur veitustjóra og formanni veitustjórnar ásamt fjármálastjóra sveitarfélagsins að yfirfara umsóknirnar.
7. Önnur mál:
a) Borist hefur bréf frá Máka hf. dags.25.maí 2000 með ósk um þátttöku hitaveitunnar við öflun á heitu vatni fyrir eldisstöðina að Hraunum.Veitustjórn sér sér ekki fært að verða við þessari ósk vegna annarra verkefna.
b) Rafveitustjóri gerði grein fyrir þátttöku sinni og formanns veitustjórnar á ársfundi RARIK í Borgarnesi sl.föstudag.
c) Veitustjórn samþykkir að vatns- og hitaveita taki að sér að sjá um lagnir við aðstöðuhús að Víðimýi.
d) Borist hefur bréf frá Loðskinni hf. dags.17.apríl 2000 með ósk um niðurfellingu á gjaldi fyrir heitt vatn sem vegna meintrar bilunar er óvenjulega hátt. Veitustjórn hafnar þessari ósk.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Einar Gíslason
Sigurður Ágústsson
Ingimar Ingimarsson
Páll Pálsson
Ingvar Guðnason
Sigrún Alda Sighvats
Árni Egilsson