Fara í efni

Veitustjórn

33. fundur 30. maí 2000 kl. 13:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Þriðjudag 30. maí árið 2000 kom veitustjórn saman á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagafjarðar kl. 1300.

Mætt voru:  Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Ingimar Ingimarsson, Páll Sighvatsson, Ingvar Guðnason, Sigurður Ágústsson og Páll Pálsson.

 

DAGSKRÁ:

1. Tilboð í vatnstank fyrir Hofsós.
2. Norræn hitaveituráðstefna á Akureyri.

 

AFGREIÐSLUR:

 

1. Eftirfarandi tilboð hafa borist í vatnstank fyrir Hofsós, sem opnuð voru þann 26.05sl.:

  1. Friðrik Jónsson ehf.         11.996.200 (159%)     óbr
  2. Trésmiðjan Ýr ehf.             6.863.900  (91%)      óbr
  3. K-Tak ehf.                          7.423.900  (98%)      óbr

Kostnaðaráætlun hönnuða  kr. 7.561.500           (100%)    óbr

Lægstbjóðandi er Trésmiðjan Ýr ehf.  kr. 6.863.900   (91%)

Samþykkt að gengið sé til samninga við lægstbjóðanda.


2. Veitustjórn samþykkir að þeir fulltrúar sem sjá sér fært sæki ráðstefnuna.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Árni Egilsson                                                      

Sigurður Ágústsson

Sigrún Alda Sighvats                                         

Páll Pálsson

Páll Sighvatsson

Ingimar Ingimarsson

Ingvar Guðnason