Fara í efni

Veitustjórn

34. fundur 14. júní 2000 kl. 16:30 - 18:55 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Miðvikudag 14. júní árið 2000 kom veitustjórn saman á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagafjarðar kl. 1630.

Mætt voru:  Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Bjarni Brynjólfsson, Páll Sighvatsson, Ingvar Guðnason, Sigurður Ágústsson og Páll Pálsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Ársreikningur veitna fyrir árið 1999, seinni umræða.
  2. Gjaldskrárbreyting Rafveitu.
  3. Bréf frá Bjarka Sigurðssyni.
  4. Bréf frá eigendum Krithóls 1 og 2.
  5. Bréf frá Búhöldum, afgr. var frestað á fundi 24. maí sl.
  6. Önnur mál. (skýrsla endurskoðanda).

 

Formaður setti fundinn.

 

AFGREIÐSLUR:

1) Veitustjórn samþykkir að vísa ársreikningum Rafveitu Sauðárkróks fyrir árið 1999 til síðari umræðu í sveitarstjórn. Niðurstöðutölur eru óbreyttar frá fyrri umræðu og eru bókaðar í 33. fundargerð.

Veitustjórn samþykkir að vísa ársreikningum Hitaveitu Skagafjarðar fyrir árið 1999 til síðari umræðu í sveitarstjórn. Niðurstöðutölur eru óbreyttar frá fyrri umræðu og eru bókaðar í 33. fundargerð.

Veitustjórn samþykkir að vísa ársreikningum Vatnsveitu Skagafjarðar fyrir árið 1999 til síðari umræðu í sveitarstjórn. Niðurstöðutölur eru óbreyttar frá fyrri umræðu og eru bókaðar í 33. fundargerð.

2) Rafveitustjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum hækkunum á heildsöluverði rafmagns frá Rarik, sem að líkindum munu taka gildi 1. júlí nk. Ekki liggur þó fyrir hversu mikla hækkun verður um að ræða og því bíður ákvörðun um hækkun rafveitunnar næsta fundar.

3) Borist hefur bréf frá Bjarka Sigurðssyni í Litlu-Gröf dags.  5. júní 2000 vegna vatnsskaða sem varð á íbúðarhúsi á jörðinni í vatnsveðri 16.mars sl. Telur Bjarki að hitaveitunni beri að bæta þann skaða sem varð, þar sem rekja megi skaðann til þeirra framkvæmda sem hitaveitan stóð fyrir. Á fundinn var mættur Sigurbjörn Bogason svæðisstjóri VÍS, en undirverktakinn sem vann verkið  er tryggður hjá því tryggingarfélagi. Gerði Sigurbjörn grein fyrir sjónarmiði tryggingarfélagsins og því skaðabótamati sem það framkvæmdi ásamt bótum sem tryggingafélagið býður.

Síðan yfirgaf Sigurbjörn fundinn.

Veitustjórn felur formanni veitustjórnar og veitustjóra að eiga fund með Sigurbirni og Bjarka og leita  lausnar á málinu.

4) Borist hefur bréf frá eigendum jarðanna Krithóls 1 og 2 dags. 29.maí 2000, með ósk um að gerð verði kostnaðarathugun á því að leggja hitaveitu að býlunum. Veitustjórn felur veitustjóra að vinna að málinu. 

5) Veitustjórn sér sér ekki fært að verða við ósk “Búhölda”um afslátt á heimtaugagjöldum.

6) Önnur mál:    

a) Rætt um greinargerð endurskoðanda vegna ársreikninga veitna.

b) Veitustjórar gerðu grein fyrir samskiptum veitna við Fjölnet ehf. Veitustjórn óskar eftir nánari upplýsingum um fyrirhugað samstarf.

c) Veitustjórn samþykkir að sækja um styrk til áframhaldandi jarðhitaleitar út að austan.

d) Borist hefur fundarboð vegna aðalfundar Norðlenskrar-orku ehf. Fundurinn verður í fundarsal sveitarfélagsins mánudaginn 19. júní nk. kl.14.00 Veitustjórn samþykkir að veitustjórnarmenn fari hlutfallslega með atkvæði veitustjórnar á fundinum.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.1855.

 

Árni Egilsson                                                           

Sigurður Ágústsson

Sigrún Alda Sighvats                                               

Páll Pálsson

Páll Sighvatsson

Ingvar Guðnason

Bjarni Ragnar Brynjólfsson