Veitustjórn
Miðvikudag 19. júlí árið 2000 kom veitustjórn saman á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagafjarðar kl. 1700.
Mætt voru: Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Einar Gíslason, Bjarni Brynjólfsson, Ingvar Guðnason, Páll Pálsson og Sigurður Ágústsson.
DAGSKRÁ:
- Þriggja ára áætlun veitna 2001-2003.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Veitustjóri lagði fram áætlun til þriggja ára fyrir Hitaveitu Skagafjarðar. Frá fyrri umræðu hefur verið gerð sú breyting, að liðurinn ófyrirséð verkefni er felldur út og liðurinn afgjald hækkaður um sömu upphæð. Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.
Veitustjóri lagði fram áætlun til þriggja ára fyrir Vatnsveitu Skagafjarðar. Frá fyrri umræðu hefur verið gerð sú breyting, að liðurinn ófyrirséð verkefni er felldur út og liðurinn afgjald hækkaður um sömu upphæð. Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.
Rafveitustjóri lagð fram áætlun til þriggja ára fyrir Rafveitu Sauðárkróks. Frá fyrri umræðu hefur verið gerð sú breyting, að áætlun um sölutekjur hefur verið hækkuð um 5 % og áætlun um orkukaup um 2 %. Með þessum breytingum næst jöfnuður í rekstri rafveitunnar. Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.
2. Önnur mál: Engin önnur mál.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1745.
Árni Egilsson
Sigurður Ágústsson
Sigrún Alda Sighvats
Páll Pálsson
Einar Gíslason
Bjarni R. Brynjólfsson
Ingvar Guðnason