Fara í efni

Veitustjórn

39. fundur 12. október 2000 kl. 12:00 - 13:00

Fimmtudag 12. okt. árið 2000 kom veitustjórn saman kl. 12.00.

Mættir voru veitustjórnarmennirnir:  Árni Egilsson, Einar Gíslason, Ingvar Guðnason og Ingimar Ingimarsson, veitustjórarnir Sigurður Ágústsson og Páll Pálsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Fjölnet, hluthafafundur.
  2. Bréf frá Máka hf.
  3. Bréf frá Flugu hf.
  4. Önnur mál.

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn og gesti velkomna.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Borist hefur boð um hluthafafund hjá Fjölneti ehf. sem fram á að fara 16. okt. nk. að Ártorgi 1 á 4. hæð kl.13.00. Veitustjórn samþykkir að þeir veitustjórnarmenn, sem sjá sér fært að mæta, fari hlutfallslega með atkvæðisrétt veitna á fundinum.

2. Borist hefur bráf frá Máka hf,. dags.18.09.2000, þar sem boðinn er forkaupsréttur á hlutabréfum félagsins við fyrirhugaða hlutafjáraukningu. Veitustjórn samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn við hlutafjáraukningu félagsins að þessu sinni.

3. Borist hefur bréf frá Flugu hf, dags. 15.09.2000, um fyrirkomulag greiðslna heimtaugagjalda í reiðhöll félagsins. Veitustjórn samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlana fyrir árið 2001.


Fleira ekki gert - fundargerð upp lesin og samþykkt og fundi slitið kl.13.00.


Árni Egilsson                         

Sigurður Ágústsson

Einar Gíslason                       

Páll Pálsson

Ingvar Guðnason

Ingimar Ingimarsson