Veitustjórn
Veitustjórn Skagafjarðar
Fundur 41 – 04.01.2001
Fimmtudag 4. jan. árið 2001 kom veitustjórn saman kl. 16.30. á skrifstofu sveitarfélagsins.
Mættir voru veitustjórnarmennirnir: Árni Egilsson, Einar Gíslason, Sigrún Alda Sighvats, Ingvar Guðnason og Ingimar Ingimarsson, ásamt veitustjórunum Sigurði Ágústssyni og Páli Pálssyni.
DAGSKRÁ:
- Vatnsskattur 2001.
- Fjárhagsáætlun Rafveitu, fyrri umræða.
- Fjárhagsáætlun Hitaveitu, fyrri umræða.
- Fjárhagsáætlun Vatnsveitu, fyrri umræða.
- Útboð á efni v/hitaveitu Langholti.
- Breytingar á gjaldskrá Rafveitu.
- Bréf frá Vatnsveitufélagi Varmahlíðar.
- Önnur mál.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
AFGREIÐSLUR:
1. Veitustjórn samþykkir að vatnsskattur verði 0,17 % af fasteignamats-gjaldsstofni, lágmarksgjald verði kr.20.- pr.rúmmetra og hámarksgjald kr.24.- pr.rúmmetra.
2. Rafveitustjóri lagði fram fjárhagsáætlun fyrir Rafveitu Sauðárkróks fyrir árið 2001. Gjaldaliður er 140.370.000.- og tekjuliður 141.600.000.- Handbært fé frá rekstri er 11.300.000.- og fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 14.530.000.- Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs og fyrri umræðu í sveitarstjórn.
3. Veitustjóri lagði fram fjárhagsáætlun fyrir Hitaveitu Skagafjarðar fyrir árið 2001. Gjaldaliðir eru 63.382.000.- og tekjuliðir 80.500.000.- Handbært fé frá rekstri er 29.418.000.- og fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 36.760.000.- Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs og fyrri umræðu í sveitarstjórn.
4. Veitustjóri lagði fram fjárhagsáætlun fyrir Vatnsveitu Skagafjarðar fyrir árið 2001. Gjaldaliðir eru 25.885.000.- og tekjuliðir 29.500.000.- Handbært fé frá rekstri er 8.265.000 og fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 12.565.000.- Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs og fyrri umræðu í sveitarstjórn.
5. Veitustjóri gerði grein fyrir efnisútboði til stofnlagnar frá Grófargili að Marbæli. Tilboð bárust frá 4 aðilum, verið er að fara yfir tilboðin.
6. Veitustjórn samþykkir að breyta gjaldskrárlið C-2 (stórvélataxti) hjá rafveitu á þann hátt að í staðinn fyrir að reikna með einum árs-toppi verði afltoppur hvers mánaðar látinn gilda. Til þess að gjaldtaka verði óbreytt er nauðsynlegt að hækka afl- og orkugjald um 7,3%.
7. Borist hefur bréf dags. 3. jan.2001 frá Vatnsveitufélagi Varmahlíðar með ósk um viðræður varðandi yfirtöku Vatnsveitu Skagafjarðar á vatnsveitunni í Varmahlíð. Veitustjórn felur form. og varaform. veitustjórnar og veitustjóra að koma á fundi milli þessara aðila.
8. Önnur mál:
a) Rafveitustjóri lagði fram gögn um tölvufyrirtækið Net-orku, sem er í eigu orkufyrirtækjanna í landinu og ætlað er að geyma og miðla orkuupplýsingum til viðskiptavina orkufyrirtækjanna. Í bréfi dags. 24.11.2000 er farið fram á þátttöku Rafveitu Sauðárkróks í fyrirtækinu. Veitustjórn felur rafveitustjóra að fylgjast með framgangi málsins með það í huga að rafveitan verði þátttakandi í fyrirtækinu ef það telst hagkvæmt.
b) Rafveitustjóri gerði grein fyrir ferð sinni á orkuráðstefnu í Kaupmannahöfn 27.-29. nóv. sl. þar sem fjallað var um markaðsvæðingu raforkufyrirtækjanna á Norðurlöndum.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 18.30
Árni Egilsson Sigurður Ágústsson, ritari.
Sigrún Alda Sighvats
Ingvar Guðnason
Einar Gíslason
Ingimar Ingimarsson
Páll Pálsson